Sunna og Gunnar Bragi trúlofuð

Sunna Gunnarsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson.
Sunna Gunnarsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Sunna Gunnars Marteinsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson eru trúlofuð. Parið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. 

Sunna og Gunnar Bragi hófu formlega að vinna saman þegar hann réð hana sem aðstoðarmann sinn þegar hann var utanríkisráðherra árið 2013. Nokkrum árum síðar voru þau farin að búa saman en árið 2017 mættu þau saman í glæsilegt teiti hjá Mjólkursamsölunni en Sunna starfar þar. Gunnar Bragi er alþingismaður og situr á þingi fyrir Miðflokkinn. 

Nú eru þau búin að ákveða að verja lífinu hönd í hönd og óskar Smartland þeim hjartanlega til hamingju með trúlofun sína. Nú er bara spurning hvort það verði boðið í brúðkaup fyrir eða eftir kosningar! 

Sunna Gunnars Marteinsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson eru trúlofuð.
Sunna Gunnars Marteinsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson eru trúlofuð.
mbl.is