Það má ekki detta í það á fullu tungli

Sigga Kling hefur rýnt í stjörnurnar fyrir september-mánuð. Hún segir að fólk þurfi að nýta kraftinn sem býr innra með því. Hún segir að það sé góð orka í loftinu og fólkið í landinu sé frísklegt. Það sé með betra hár og betri húð en oft áður. Hún segir líka að það séu töluverðar breytingar í vændum og minnir fólk á að þann 20. september sé fullt tungl í fiskum og fólk megi alls ekki detta í það á fullu tungli. Þá gæti það endað á röngum stað. 

Þú getur fylgst með því hvað gerist á bak við tjöldin á Smartlandi á Instagram: 

mbl.is