Margrét Gnarr og Ingimar trúlofuð

Einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr og Ingimar Elíasson leikstjóri hjá Quasar Productions eru trúlofuð en þau greindu frá því á Facebook í dag. Parið hnaut um hvort annað 2018 og því er trúlofun án efa eðlileg þróun á sambandi þeirra. 

Margrét Edda er þekkt fitness-drottning og hefur hún keppt á mótum um allan heim og notið velgengni. Þótt ferilinn hafi oft tekið á hana andlega. Hún glímdi við átröskun sem hafði svo alvarlegar afleiðingar að Margrét Edda hélt hún gæti ekki orðið barnshafandi. Örlögin gripu þó í taumana og í fyrra eignuðust þau soninn, Elías Dag, en fyrir átti Ingimar barn. 

Smartland óskar þeim til hamingju með ástina og trúlofunina! 

mbl.is