Hildur Björnsdóttir og Jón Skaftason gift

Hildur Björnsdóttir og Jón Skaftason.
Hildur Björnsdóttir og Jón Skaftason. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Jón Skaftason framkvæmdastjóri Strengs létu pússa sig saman um jólin. Athöfnin fór fram á heimili þeirra í Vesturbænum að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum.

Þau hnutu hvort um annað fyrir um áratug og eiga saman tvær dætur en fyrir átti Hildur son af fyrra sambandi. 

Smartland óskar Hildi og Jóni hjartanlega til hamingju með ráðahaginn enda ekkert vit í öðru en að vera í hjónabandi.

mbl.is