Sólrún Diego í einangrun á afmælisdaginn

Sólrún Diego greindist með kórónuveiruna í gær og er því …
Sólrún Diego greindist með kórónuveiruna í gær og er því komin í einangrun.

Áhrifavaldurinn og þrifadrottningin Sólrún Diego greindist með kórónuveiruna í gær. Frá þessu greinir hún á instagramsíðu sinni. 

Sólrún fagnar 31 árs afmæli sínu 19. janúar næstkomandi og því liggur fyrir að hún muni vera í einangrun á afmælidaginn. 

Sólrún er einn vinsælasti áhrifavaldur á Íslandi í dag og er með tæplega 45 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún á tvö börn með eiginmanni sínum Frans Veigari Garðarssyni athafnamanni. 

mbl.is