„Markmiðið er ekki að vera í stíl við Helenu“

Andrea, Helena og Jóna Björk Helgadóttir.
Andrea, Helena og Jóna Björk Helgadóttir. Eggert Jóhannesson

Jóna Björk Helgadóttir lögmaður er farin að undirbúa fermingu Helenar Lapas dóttur sinnar sem verður í Bústaðakirkju þann 3. apríl næstkomandi. Fermingin verður haldin á heimili fjölskyldunnar sem er reyndar æskuheimili Jónu Bjarkar þar sem hún fermdist sjálf. 

Jóna Björk og eiginmaður hennar Jóhann Kristos Lapas eiga tvær dætur saman, þær Helenu Lapas fermingarbarn og Andreu Lapas sem er fædd árið 2002.

Fjölskyldan er búsett í Fossvoginum á fallegu æskuheimili Jónu Bjarkar þar sem hún bjó alla tíð og fermdist árið 1984.

„Ég hlakka til að halda ferminguna heima og skiptir öllu máli að Helena finni að við erum að koma saman vegna hennar. Að þetta sé dagurinn sem tileinkaður er henni. Svo skiptir auðvitað máli að öllum líði vel og að stressið nái ekki að vera með í partýinu.“

Ertu búin að finna þér fatnað fyrir ferminguna og verður hann í stíl við dóttur þína?

„Ég er ekki alveg búin að ákveða það. Mig langar að klæðast einhverju vorlegu, litríku og björtu. Ég á fínan kjól sem ég hef bara verið í einu sinni, sem er litríkur og fallegur. Það gæti vel verið að ég dragi hann fram. Markmiðið er ekki að vera í stíl við Helenu.“

Hvar verður fermingin haldin?

„Fermingin verður í Bústaðakirkju en við ætlum að hafa veisluna heima. Við höfum haldið nær allar veislur heima, því okkur finnst nást betri stemmning þannig, þótt stundum verði þröngt á þingi.“

Vil að veislan verði í anda Helenu

Jóna Björk reiknar með því að nú fljótlega fari listar að yfirtaka lífið hennar og fylla vasana.

„Ég legg áherslu á að umgjörðin sé þannig að fólk geti veri afslappað, að nóg sé að bíta og brenna, og fólk geti notið þess að vera saman og skemmta hvert öðru.“

Jóna Björk lýsir dóttur sinni sem léttum og skemmtilegum persónuleika og ætlar hún að hafa það í huga við skipulagningu veislunnar.

„Ég vil að veislan sé í hennar anda. Við erum ekki beint með skemmtiatriði plönuð og ef ég þekki mig rétt þá verð ég á síðustu stundu með að setja saman mynband með myndbrotum af fermingarbarninu. Ég má ekki klikka á því, þar sem það er venjan hjá okkur. Það er af nógu að taka þar sem Helena er þannig að hún hefur alltaf elskað myndavélina og því eigum við ófá skondin myndbrot af henni í gegnum árin.“

Jóna Björk býst við því að vera með smárétti sem verða aðkeyptir í veisluna.

„Við viljum vera með eitthvað gómsætt sem fermingarbarnið fær að velja. Svo sem litla borgara, sushi og fleira sem hún kann vel að meta. Eins verðum við líklegast með kransaköku en við ætlum ekki að bjóða upp á súkkulaði. Helenu hefur alltaf þótt súkkulaði svakalega vont og til þess fallið að eyðileggja annars góða eftirrétti. Það verður því ekkert súkkulaðiþema. Bleik möndlukaka frá Kristjánsbakarí er hennar kaka og er hún á heimilum vinkvenna hennar víða kölluð Helenukaka. Kannski verður Helenukaka í fermingunni hennar Helenu.“

Uppáhaldslitur fermingarbarnsins blár

Alveg frá því Helena var lítil hefur blár verið uppáhaldsliturinn hennar. „Ég reikna því með að skreytingarnar verði bláar.“

Þar sem hátt er til lofts í húsinu þeirra verður dreginn fram stór stigi og pappírsdúllur og fleira skraut sett í loftin.

„Svo förum við fjölskyldan í myndatöku. Ég reikna með því að leita til Írisar Daggar Einarsdóttur. Við höfum farið til hennar áður og fengið skemmtilegar myndir.“

Helena er mjög opin og skemmtileg stelpa sem hefur gert undirbúninginn fyrir ferminguna skemmtilegan.

„Hún er bæði opin fyrir boðskapnum í fermingarfræðslunni og líka áhugasöm um að líta vel út á fermingardaginn. Hún hefur svo skemmtilega ákveðnar skoðanir á því hvernig hana langar að líta út. Það má ekki ganga of langt í neinu, hvorki snyrtingu eða hári; því hún er meira á „less is more“-línunni, sem fellur mömmunni mjög vel í geð.“

Ætlar að vera til staðar með góð ráð

Veislan var ótrúlega flott og maturinn var alveg æðislegur en fyndnast var þó þegar taktlausi pabbi minn tók upp míkrófóninn og byrjaði að syngja Lífið er yndislegt . Því gleymi ég aldrei.“

Hvert er hlutverk þitt sem stóra systir fermingarbarnsins?

„Ég lít á mitt hlutverk að hjálpa til við að undirbúa veisluna og að vera til staðar með góð ráð fyrir Helenu systur mína sem er að fermast.“

Andrea er sannfærð um að fermingarfræðslan sé eitthvað sem hægt er að nota út lífið.

„Ég hef alltaf verið frekar trúuð svo öll fræðslan hefur fylgt mér út í lífið.“

Þegar kemur að hlutverki stóru systur í fermingu yngri systkina segir Andrea að hennar hlutur verði fyrst og síðast að rétta móður sinni hjálparhönd, sér í lagi í veislunni.

Besta fermingargjöfin ferðalag til London

Hún segir mikilvægt að fermingarbörn njóti þess að vera með fólkinu sínu á fermingardaginn, því þegar upp er staðið er það fólkið sem gerir daginn skemmtilegan.

Hvaða fermingargjöf hélstu mest upp á sem þú fékkst?

„Ég hélt án efa mest upp á gjöfina frá mömmu og pabba. Frá þeim fékk ég ferð til London með mömmu og miða á West End söngleikina Billy Elliot og Matilda en það er mjög skemmtileg tilviljun þar sem ég átti svo seinna meir eftir að leika í báðum þeim sýningum í uppsetningu Borgarleikhússins.“

Andrea Lapas er stóra systir Helenu Lapas. Hún á margar góðar minningar frá sinni fermingu, þá sér í lagi vegna föður hennar sem tók upp á því að vera með skemmtiatriði fyrir gestina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál