Instagram: Leyniferð á Ítalíu

Samsett mynd

Það hefur svo sannarlega veðrað vel til þess að smella af nokkrum myndum fyrir Instagram á suðvesturhluta landsins um helgina. Það eru þó ekki allir á því horni landsins um þessar mundir heldur virðist annar hver maður vera í útlöndum, vera nýkominn heim, eða vera að spæna upp malbikið á Reykjanesbrautinni á leið út í heim.

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti skrapp í leyndardómsfullt gigg til Ítalíu. Með honum í för var félagi hans Björn Valur Pálsson. Kapparnir nýttu ferðina vel og náðu heldur betur að njóta ljúfa lífsins á Ítalíu. 

Leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir fagnaði sambandsafmæli með kærastanum, Högna Egilssyni. „Ég er heppnasta kona í heimi,“ skrifaði Snæfríður sem er búin að vera með Högna sínum í átta ár. 

Svala Björgvinsdóttir sýndi húðflúrin um helgina en þau eru á bringunni og eru hreint listaverk. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Kristín Pétursdóttir flugfreyja og leikkona lét fara vel um sig í ljósum Gubi stól og Yeoma-toppi. 

Móeiður Lárusdóttir myndaði dóttur sína í fangi föður síns, fótboltamannsins Harðar Magnúsar Björgvinssonar. Hörður er kominn heim eftir dvölina í Mosvku í Rússlandi en samningur hans við CSKA Moskva rennur út nú í sumar og því óvíst hvert fjölskyldan heldur næst.

Elísa Gróa er komin í Dóminíska lýðveldið en sá staður er alger paradís. 

TikTok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir naut sólarinnar um helgina, enda með eindæmum gott veður á suðvestur horninu. 

Fatahönnuðurinn Marín Manda Magnúsdóttir skemmti sér með vinkonum sínum, en þær héldu partí með Great Gatsby þema.

Fyrirsætan Nadía Síf Líndal er á Ítalíu um þessar mundir og birti nokkrar fallegar myndir af sér í sólinni.

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason fór í fjölskylduferð til Stokkhólms í Svíþjóð um helgina, og eins og Guðmundur veit best, þá eru sunnudagar í Stokkhólmi oftast betri en aðrir sunnudagar. 

Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir skellti sér í helgarferð með vinkonum sínum. Hún naut veðurblíðunnar og lifði eins og stjórstjarna í stórborginni. 

Tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir á von á sínu þriðja barni og sýndi hvernig myndarleg óléttukúlan stækkar eins og hún á að gera. Allt er eins og það á að vera. 

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson greindi frá því að fjórða barn hans hefði mætt í heiminn í byrjun maí. Nú eiga Jón og eiginkona hans, Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir, tvær dætur og tvo syni. 

Skemmtikrafturinn og stjörnufréttakonan Eva Ruza er í verðskulduðu sumarfríi á Tenerife með sínum heittelskaða um þessar mundir. 

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Tónlistarmennirnir Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen stýrðu veislu hjá Sjóvá um helgina. 

View this post on Instagram

A post shared by Friðrik Ómar (@fromarinn)

Samfélagsmiðlastjarnan Kara Kristel Signýjardóttir er stórglæsileg með nýuppgötvaðar krullur. 

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fagnaði því að nú hafa verið sýndar 95 sýningar af leikritinu Níu líf. 

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir greindi frá fæðingu dóttur sinnar í vikunni, en sú stutta kom í heiminn 23. apríl síðastliðinn. Jóhanna gerði sér svo lítið fyrir og söng fyrir átta þúsund gesti á tónleikum Andrea Bocelli í Kórnum um helgina. 

Áhrifavaldurinn og viðskiptakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir skoðaði vestfirði í síðustu viku með kærasta sínum Ryan. Þau komu meðal annars við í Heydal.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í Crossfit Reykjavík gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu upp crossfitmótinu Lowlands Throwdown sem fór fram í Amsterdam í Hollandi um helgina. Þau hafa nú tryggt sér farmiða á heimsleikana í Crossfit sem fara fram í ágúst.

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er aftur lögð af stað í kynningarferð með bók sína Sprakkar. Nú er hún á leið til New York og Boston í Bandaríkjunum. 

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson var í Bandaríkjunum með hljómsveitinni Lón á dögunum. Heimsóttu þeir meðal annars Denver og Kansas City.

mbl.is