Rótar í rusli áhrifavalds

Nikki er á TikTok og sýnir allt það sem hún …
Nikki er á TikTok og sýnir allt það sem hún finnur í ruslinu. Hér er hún með Goop tösku sem kostar um 30 þúsund krónur. Skjáskot/nikoosh96

Ung kona hefur tekið upp á því að róta í rusli áhrifavalds og sýna fylgjendum sínum allt það flotta sem hún hefur fengið gefins og hent beint í ruslið.

Nikki er frá New York og segist búa í sömu byggingu og þekktur áhrifavaldur sem á það til að henda dýrum hlutum sem hún hefur fengið að gjöf. Nikki hefur því tekið upp á því að bjarga þessum hlutum úr sameiginlegri ruslageymslu þeirra og birtir á TikTok allt það sem hún finnur.

Nikki vill ekki ljóstra upp um það hver áhrifavaldurinn er.

„Hún er mjög falleg og ég elska allt það sem hún gerir, en stundum hendir hún virkilega flottum vörum. Stundum er ég ekki viss um hvort hún setji hlutina í ruslageymsluna til þess kannski að aðrir hriði þá eða þá að hún sé í raun og veru að henda þeim í ruslið. En oftar en ekki liggja hlutirnir undir hrúgu af öðru rusli þannig að líklegast er hún einfaldlega að henda þeim í ruslið.“

„Oft kemst ég í uppnám því þetta eru virkilega flottir hlutir sem eru bara að enda í landfyllingu. Það væri skárra að búa til eitthvað horn þar sem fólk gæti hirt þetta.“

Fylgjendur Nikki eru sammála henni:

„Þetta er rétt hjá þér. Þetta er gríðarleg sóun og ýtir undir yfirdrifna neyslumenningu.“

„Áhrifavaldar eru alltaf að ýta undir að fólk kaupi og kaupi. Þetta kallar allt á meiri sóun og mengun.“

„Ég vildi að ég gæti kafað í rusli áhrifavalda!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál