„Ég vissi ekki að ég væri svona ómyndarleg“

Mindy Kaling
Mindy Kaling AFP

Leikkonan Mindy Kaling var kölluð óaðlaðandi þegar hún byrjaði fyrst að leika í sínum eigin þáttum. Kaling öðlaðist fyrst frægð þegar hún fór með hlutverk Kelly Kapoor í The Office. Síðan hefur hún unnið sem leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi. Gagnrýnin var hins vegar aldrei jafn mikil og þegar hún lék í sínum eigin þáttum, The Mindy Project.

„Ég vissi ekki að ég væri svona ómyndarleg fyrr en ég varð stjarna í mínum eigin þáttum. Það voru svo margar greinar sem birtust þar sem var talað um hversu gott það væri fyrir menninguna að hafa ómyndarlega konu í sjónvarpinu,“ sagði Kaling í viðtali við Marie Claire.

Hún minnist þess að blaðamaður hafi sagt henni að hún þyrfti að missa 10 kíló þegar hún var aðeins 25 ára. Hún segist fara í ræktina alla daga og skildi ekki þessi ummæli. 

„Þetta er mitt helsta óöryggi og þarna var einhver að benda mér á, að það væri eitthvað að mér. Þetta augnablik var mjög stórt fyrir mig. Þetta var líka sagt á þannig stað að mér fannst ég ekki geta sýnt reiði eða leyft neinum að sjá hvað ég var sár,“ sagði Kaling.

Þættirnir Mindy Project voru í sýningu frá 2012 til 2017.

Ljósmynd/ELLE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál