Sara minnist Rich Piana

Sara Piana minntist Rich Piana í fallegri færslu í gær.
Sara Piana minntist Rich Piana í fallegri færslu í gær. mbl

Sara Piana fer fögrum orðum um fyrrverandi eiginmann sinn, vaxtaræktarmanninn Rich Piana, á Instagram. Fimm ár voru í gær síðan Piana lést. 

„Mér líður eins og það hafi verið í gær að við hittumst fyrst og smullum saman. Mín uppáhalds minning er þegar við náðum okkur í mat og nammi og láum á teppi með púða í garðinum, með hundunum okkar, og horfðum á uppáhalds þáttinn okkar saman undir stjörnunum,“ skrifaði Sara í færsluna.

Sara minnist líka á að líf þeirra saman hafi ekki alltaf verið dans á rósum, líkt og hún ræddi í viðtali við Sölva Tryggva árið 2020. 

„Við sköpuðum margar góðar minningar saman, en líka erfiðar sem leiddu til þess að við fórum hvort í sína áttina,“ skrifar Sara.

View this post on Instagram

A post shared by Sara Piana (@thesarapiana)

mbl.is