Elín Ey og Íris Tanja trúlofaðar

Elín Eyþórsdóttir og Íris Tanja Flygenring eru trúlofaðar.
Elín Eyþórsdóttir og Íris Tanja Flygenring eru trúlofaðar. Samsett mynd

Stjörnuparið Íris Tanja Flygenring og Elín Eyþórsdóttir er trúlofað. Parið deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram. 

„Hún sagði já,“ skrifaði Íris við sameiginlega færslu þeirra á Instagram sem gefur til kynna að hún hafi farið á skeljarnar.

Íris er leikkona og flugfreyja og hefur undanfarna mánuði einnig dansað með hljómsveitinni Hatara. Elín er söngkona og Eurovision-fari, en hún var fulltrúi Íslands ásamt systkinum sínum í Eurovision-söngvakeppninni í ár.

Elín og Íris fóru að stinga saman nefjum fyrr á þessu ári og opinberuðu sambandið um svipað leyti og Elín og systkini hennar báru sigur af hólmi í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

View this post on Instagram

A post shared by Íris Tanja (@iristanja)

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál