Instagram: Baðföt, bombur og svaðaleg stígvél

Samsett mynd

Nóvember er mættur í öllu sínu veldi og eins og sjá má á forritinu Instagram þessa vikuna er engin bugun í gangi. Pallíettur, glitrandi föt og svaðaleg stígvél sáust þessa vikuna. 

Í essinu sínu!

Förðunarmeistarinn Heiður Ósk var í essinu sínu á Edition-hótelinu á föstudagskvöldið þegar hún sýndi jólaförðun á masterclass-viðburði sem haldinn var í samvinnu við Lancôme og Reykjavík Makeup School. 

Drottningin af Bankastræti Club á Balí

Birgitta Líf Björnsdóttir er komin til Balí ásamt Enok kærasta sínum. Eins og sést á myndinni fer Balí henni vel. 

Svaðaleg stígvél! 

Jóhanna Helga Jensdóttir áhrifavaldur tók sig vel út í þessum glæsilegu stígvélum. 

Ást í bananabúningi!

Kærustuparið Kristín Sif útvarpsstjarna á K100 og Stefán Jakobsson tónlistarmaður og söngvari Dimmu voru í miklu stuði um helgina. Hún klæddist bananabúningi en hann var með hatt í anda Emils í Kattholti. 

View this post on Instagram

A post shared by Kristin Sif (@kristinbob)

Alltaf í tísku!

Helga Margrét kann að njóta lífsins eins og sést á Instagram! 

Allt að gerast í Boston! 

Katrín Tanja Davíðsdóttir var stödd í Boston um helgina þar sem Nobull Fitness Film Festival fór fram. Hún var ekki í íþróttafötum heldur í ljósu pilsi og toppi við kápu. 

Sjóðandi heit! 

Fyrirsætan Sigríður Margrét skartaði sínu fegursta í ljósum loðjakka.  

Gallafataskvís!

Edda Pétursdóttir fyrirsæta og ljósmyndari tók sig vel út í gallajakka og gallabuxum. 

View this post on Instagram

A post shared by Edda Petursdottir (@eddap)

Glæsileg!

Söngkonan Stína Ágústsdóttir klæddi sig upp á um helgina. 

Allt upp á 10!

Lína Birgitta Sigurðardóttir áhrifavaldur viðraði Fendi-töskuna sína um helgina. 

Elskar að vera ólétt!

Ástrós Traustadóttir dansari og LXS-meðlimur á von á sínu fyrsta barni. Hún lét sig ekki vanta á Masterclass Lancôme og Reykjavík Makup School sem fram fór á Edition-hótelinu á föstudaginn. 

Heimsókn á Íslandi!

Anna Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir, verk­efna­stjóri á sviði sam­skipta hjá H&M Group í Stokk­hólmi í Svíþjóð, er í heimsókn á Íslandi.

15 ár á Airwaves

Rapparinn Emmsjé Gauti fagnaði því að 15 ár eru liðin frá því að hann spilaði fyrst á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Bombur á Airwaves!

Reykjavíkurdætur gerðu allt vitlaust á Iceland Airwaves um helgina. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þakkar fyrir bestu helgi ársins.

View this post on Instagram

A post shared by DÍSA (@thordisbjork)

Draumur Kristrúnar rættist!

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fékk langþráðan draum uppfylltan þegar hún tók lagið með Eyfa í Hraðfréttum helgarinnar.

Mæðgur á Tenerife!

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir eyddi haustfríinu í sólinni á Tenerife með fjölskyldunni.

Stílhrein í UGG-skóm!

Athafnakonan Elísabet Metta Ásgeirsdóttir var smart í ljósu og gráu um helgina, en hún skellti sér í hina vinsælu UGG-kuldaskó í fallegum gráum lit sem settu án efa punktinn yfir i-ið. 

Crossfit djamm!

Crossfitstjarnan Tanja Davíðsdóttir var glæsileg þegar hún skellti sér á djammið með æfingafélögunum í Lúxemborg á föstudaginn. 

Elenora bakar meira!

Metsöluhöfundurinn og bakarinn Elenora Rós Georgesdóttir fagnaði útgáfu Bakað meira með Elenoru Rós með stæl. Elenora geislaði af gleði í fallegum silfurlituðum kjól og skóm í stíl. 

View this post on Instagram

A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)

Brosti hringinn! 

Ingunn Sigurðardóttir var alsæl með masterclass-námskeiðið sem þær Heiður Ósk héldu með Lancôme um helgina á Edition-hótelinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Ingunn Sigurdar (@ingunnsig)

Glitraði eins og demantur! 

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður mætti í glitrandi jakka á Edition á föstudagskvöldið. 

View this post on Instagram

A post shared by AndreA (@andreamagnus)


 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda