Missti besta vin sinn þegar hún var 9 ára

Eva Ruza Miljevic missti besta vin sinn þegar hún var …
Eva Ruza Miljevic missti besta vin sinn þegar hún var 9 ára. mbl.is/

Eva Ruza Miljevic er gestur Einars Bárðar í hlaðvarpinu hans þessa vikuna. Eva er skemmtikraftur og gleðigjafi en hún sló fyrst í gegn í Color Run sumarið 2015. Síðan þá hefur hún verið tíður gestur og stjórnandi í allskonar þáttum bæði í útvarpi, sjónvarpi og netmiðlum hverskonar. Eva kýs að hafa gleðina í forgrunni í öllu sem hún gerir en það þýðir ekki að lífið sé stanslaus veisla.

Þegar Eva Ruza var 9 ára missti hún besta vin sinn í slysi en hann drukknaði í sundlauginni í Kópavogi þar sem þau voru í skólasundi saman. „Á svipuðum tíma missti ég bæði afa minn og ömmu með stuttu millibili bæði hérna heima og út í Króatíu. Það kenndi mér hratt og harkalega að lífið er ekki sjálfsagður hlutur.“ Þetta segir Eva að hafi mótað mjög hennar sýn á lífið og það að finna gleði og deila henni frekar en nokkru öðru.

Lífsreynsla sem mótar þig alla ævi

„Ef það er eitthvað sem lífið kennir manni þá er það að maður veit aldrei hvenær það er búið,“ segir Eva en tal þeirra Einars og Evu berst að því að lífið er ekki alltaf dans á rósum þó Eva kjósi að stilla gleðinni í fremst í búðarglugga sinna samfélagsmiðla. Eva missti best vin aðeins 9 ára í skólasundi í Kópavogslaug. “Það er lífsreynsla sem mótar þig alla ævi,“ bætir hún við.

Eva talar um fjölskylduna sína og hvernig þau hafa nánast alltaf verið í eigin atvinnustarfsemi. Pabbi Evu á og rekur Svartakaffið á Laugaveginum, rótgróið kaffihús sem staðið hefur lengur en flestur rekstur í þeirri götu. Eva og mamma hennar áttu og ráku blómabúð við Háaleitisbraut í tvo áratugi en seldu reksturinn nýlega þar sem Eva hefur slegið í gegn sem skemmtikraftur og gleðigjafi og nú er frændi hennar með þann rekstur.

Tilkynning um tónleika Backstreet Boys setti allt á hliðina

Í vikunni var tilkynnt að hljómsveitin Backstreet Boys væri væntanleg til landsins í lok apríl og það má segja að það hafi í raun vakið meiri usla í samfélaginu en verkfall bílstjóra Olíudreifingar. Miðasala hefst í vikunni og Eva Ruza beið ekki boðanna. Eva Ruza er gestur Einars Bárðar í hlaðvarpinu Einmitt í þessari viku og þau fara yfir þetta svakalega uppnám sem tilkynning um tónleikanna olli í lífi hennar og margra annarra.

Hún ferðast núna með pappa útgáfu af hljómsveitinni í fullri stærð og kynnir þá fyrir Reykjavík og áhugaverðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt er að ímynda sér að til sé meiri aðdáandi hljómsveitarinnar en hún og vinkonur hennar sáu sveitina í Barcelona í haust. Einar og Eva ræða hljómsveitina og feril hennar fram og til baka.

Þáttinn má nálgast á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál