Hollywood-goðsögn talar opinskátt um kynlífsleikföng

Jane Fonda ræddi opinskátt um kynlífsleikföng á dögunum.
Jane Fonda ræddi opinskátt um kynlífsleikföng á dögunum. AFP

Bandaríska stórleikkonan Jane Fonda kom fram í spjallþætti Drew Barrymore, The Drew Barrymore Show, á fimmtudaginn þar sem hún sagðist njóta þess að nota kynlífsleikföng til þess að slaka á.

Eins og hin 85 ára gamla Jane Fonda orðaði það, „það er aldrei of seint“ – sérstaklega þegar kemur að því að eiga titrara. Í þættinum gaf hún Barrymore meira að segja sitt eigið kynlífsleikfang, blá-hvítan titrara.

„Ég heyrði, Jane, að þú njótir þess að slaka á í baði og með því að stunda hugleiðslu,“ sagði Barrymore í þættinum. „Er það líka satt að fullorðinsleikföng komi reglulega við sögu?“ 

Fonda var fljót að svara og án þess að hika sagði hún: „Já, það er þannig.“

„Ef þú myndir líta í efstu kommóðuskúffuna...“

Fonda upplýsti Barrymore og áhorfendur þáttarins einnig um það hvar hún geymir leikföngin sín. „Þarna er rúmið mitt, hérna er kommóðan mín og ef þú myndir líta í efstu kommóðuskúffuna, fengirðu kast,“ grínaðist Fonda.  

Hún mætti í þáttinn ásamt vinkonu sinni til margra ára, leikkonunni og grínistanum, Lili Tomlin sem hló bara að umræðunni enda er fátt sem kemur Tomlin á óvart eftir þeirra áralöngu vináttu. 

Finnst ekkert mál að ræða kynlíf sitt

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fonda talar um kynlíf sitt. Á síðasta ári kom hún fram í útvarpsþættinum Andy Cohen Live og hélt ekki aftur af sér þegar hún talaði um hvað henni líkaði við í svefnherberginu. Þegar Cohen bað hana um eitt orð eða setningu sem hún myndi nota til þess að lýsa kynlíf sínu, svaraði Fonda: „Persónulegur einleikur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál