Heitustu kossar landsmanna

Fátt betra en að kyssa.
Fátt betra en að kyssa. Samsett mynd

Áhrifavaldar eru ófeimnir við að láta allt flakka á samfélagsmiðlum. Margir vinsælir áhrifavaldar á Íslandi eiga það sameiginlegt að hafa birt myndir af eldheitum augnablikum og enn heitari kossum.

Svala Björgvinsdóttir og Alexander Alexandersson

Söngkonan birti mynd af sér á Instagram í fyrrasumar ásamt kærastanum. Þar sjást þau önnum kafinn í Þjóðhátíðarsleik.

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skaftason

Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir naut sín í sólinni á Mallorca fyrr á árinu. Hún var stödd ásamt kærasta sínum á báti þegar parið ákvað að skella í einn góðan koss.

 DJ Dóra Júlía og Bára Guðmundsdóttir

 DJ Dóra Júlía fagnaði draumaíbúðakaupunum ásamt unnustu sinni með ljúfum kossi. 

Sara Lind Pálsdóttir og Kristján Þórðarson

Sara Lind Pálsdóttir, oft kennd við Júník, deildi ljúfri kossamynd af sér ásamt sambýlismanni sínum, þegar þau áttu stund saman í Sky Lagoon. 

Kristín Sif Björgvinsdóttir og Stefán Jak

Útvarpskonan Kristín Sif Björgvinsdóttir fékk koss á kinnina frá tónlistarmanninum Stefáni Jak. Parið sótti tónleika á Græna hattinum á Akureyri í janúar og var ófeimið að sýna hrifningu sína.

View this post on Instagram

A post shared by Kristin Sif (@kristinbob)

Linda Benediktsdóttir og Ragnar Einarsson

Matarstílistinn Linda Ben og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson eru ástfangin upp fyrir haus. Parið gekk í hjónaband í Toskana í Ítalíu á síðasta ári og eru brúðkaupsmyndirnar stórfenglegar og kossinn sem var fangaður á filmu, engu verri.

View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

Gerður Arinbjarnardóttir og Jakob Fannar Hansen

Áhrifavaldurinn og eigandi Blush, Gerður Arinbjarnardóttir, birti mynd af sér að að kyssa kærasta sinn framan við Eiffel–turninn. Hinn klassíski ferðakoss.

Rúnar Rafn Ægisson og Daniel Ruiz

Fararstjórinn Rúnar Rafn Ægisson stóðst vart mátið og kyssti sinn heittelskaða Daniel Ruiz, suðrænum kossi.

Fanney Dóra Veigarsdóttir og Aron Ólafsson 

Áhrifavaldurinn Fanney Dóra kyssti kærasta sinn, heitt og innilega, nokkrum dögum áður en þau eignuðust dóttur sína, Thaliu Guðrúnu. 

Ása Steinarsdóttir og Leo Alsved

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars og eiginmaður hennar, Leo Alsved, deildu fallegum kossi í íslenskri náttúru nokkrum vikum fyrir brúðkaup sitt, en þau giftu sig í Króatíu.

Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir

OnlyFans–stjörnurnar Ingólfur Valur og Ósk eru greinilega yfir sig hrifin og ófeimin að sýna það.

View this post on Instagram

A post shared by @ingolfurvalur

Hanna Bazev og Nikita Bazev

Hanna fagnaði afmælisdegi eiginmanns síns með sætri myndaseríu af parinu.

María Birta Bjarnadóttir og Elli Egilsson

Leikkonan María Birta birti þessa eldheitu kossamynd af sér og eiginmanni sínum, listamanninum Ella Egilssyni, þegar hann var staddur á Íslandi og hún saknaði hans sárt.

View this post on Instagram

A post shared by María Birta (@mariabirta)

Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Markus Wass­er­baech

Verk­fræðing­ur­inn og áhrifa­vald­ur­inn, Katrín Edda, og eiginmaður hennar Markus, deildu ljúfum hamingjukossi þegar þau tilkynntu vinum og vandamönnum að þau ættu von á barni.

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál