Einhleypir og eftirsóttir akkúrat núna

Þórður Gunnarsson, Kristinn Vilbergsson, Andri Freyr Viðarsson og Helgi Steinar …
Þórður Gunnarsson, Kristinn Vilbergsson, Andri Freyr Viðarsson og Helgi Steinar Gunnlaugsson.

Haustið er árstíðin til að ná sér í kærasta. Margir frábærir menn eru á lausu og bíða þeir eftir að finna rétta makann til að breiða yfir teppi og horfa á kertaljósið loga með í skammdeginu sem styttist í. 

Kristinn Vilbergsson

Kristinn er einn af stofnendum Kex Hostel og hefur komið að mörgum spennandi verkefnum síðustu ár. Hann er til dæmis einn af þeim sem gerði sjónvarpsþáttaröðina Veislan sem fékk tilnefningu til Edduverðlauna 2023. 

Kristinn Vilbergsson.
Kristinn Vilbergsson. Ljósmynd/Instagram

Andri Freyr Viðarsson 

Fjölmiðlastjarnan Andri Freyr Viðarsson er einn skemmtilegasti maður landsins. Hann hressir fólk við eftir vinnu í Síðdegisútvarpinu á Rás 2. Hann er ekki síðri í mynd en þættirnir um Andra á flandri eru algjörir gullmolar. 

Andri Freyr Viðarsson.
Andri Freyr Viðarsson.

Kristófer Acox

Körfuboltastjarnan og landsliðsmaðurinn Kristófer Acox hefur slegið rækilega í gegn hjá deildar- og bikarmeisturum Vals, en honum er margt til listanna lagt og gaf hann nýverið út sína fyrstu smáskífu, Bjartar nætur.

Kristófer Acox.
Kristófer Acox. mbl.is/Kristinn Magnússon

Árni Vilhjálmsson

Tónlistarmaðurinn Árni Vilhjálmsson er hæfileikaríkur listamaður sem lætur verkin tala. Fyrrverandi FM Belfast liðsmaðurinn er þekktur fyrir einstaka og kraftmikla sviðsframkomu enda skemmtilegur og góður drengur.

Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson. mbl.is/Styrmir Kári

Birkir Blær Ingólfsson

Það má segja að allt sem Birkir Blær snertir verður að gulli enda er hann einstaklega hæfileikaríkur á mörgum sviðum. Birkir Blær er annar handritshöfunda Ráðherrans en tökur á annarri þáttaröð standa yfir. 

Birkir Blær Ingólfsson.
Birkir Blær Ingólfsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafur Halldór Ólafsson

Viðburðastjóri Kex Hostel, Ólafur Halldór Ólafsson, eða Óli Dóri plötusnúður eins og hann er betur þekktur, er öflugur ungur maður með góðan smekk á tónlist og kann að koma fólki í gírinn. 

Ólafur Halldór Ólafsson.
Ólafur Halldór Ólafsson.

Helgi Steinar Gunnlaugsson

Helgi Steinar er hvers manns hugljúfi og húmoristi. Hann starfar sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og nýtur þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni en faðir hans er uppáhaldsútvarpsmaður Íslendinga, Gunnlaugur Helgason.

Hver vill ekki Gulla Helga sem tengdapabba?
Hver vill ekki Gulla Helga sem tengdapabba? Skjáskot/Instagram

Rubin Pollock

Tónlistarmaðurinn Rubin Pollock er einn af stofnendum hljómsveitarinnar Kaleo og gítarleikari sveitarinnar. Gítarinn, fatastíllinn og síðu hárlokkarnir heilla alla upp úr skónum. 

Rubin Pollock.
Rubin Pollock. Skjáskot/Instagram

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson

Tónlistarmaðurinn Oddur Hrafn, betur þekktur sem Krummi, er einn af þekktustu rokkurum landsins. Hann vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Mínus sem sigraði Músíktilraunir árið 1999. Krummi er einlægur og skemmtilegur töffari.

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson.
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölnir Gíslason

Leikarinn Fjölnir Gíslason er hress og sniðugur strákur. Hann á og rekur Spotlight ehf. og er duglegur að koma sér á framfæri með skemmtilegum myndskeiðum á samfélagsmiðlum. 

Fjölnir Gíslason.
Fjölnir Gíslason. Skjáskot/Instagram

Magnús Árni Øder Kristinsson

Magnús Árni er vel þekktur í tónlistarbransanum enda hæfileikaríkur hljóðmaður og tónlistarmaður ásamt því að vera einn þekktasti upptökustjóri landsins.

Magnús Árni Øder Kristinsson.
Magnús Árni Øder Kristinsson. Ljósmynd/Facebook

Davíð Rúnar Bjarnason

Davíð Rúnar gerir allt vel. Hann er ekki bara hnefaleikaþjálfari heldur hefur hann líka náð góðum árangri í mjög löngum hlaupum. Davíð Rúnar er ekki bara í góðu formi heldur er hann líka vel skreyttur með húðflúrum. 

Davíð Rúnar Bjarnason.
Davíð Rúnar Bjarnason. mbl.is/Árni Sæberg

Davíð Sigurbjörnsson

Ekki bara einn eftirsóttasti karlkostur landsins heldur líka einn eftirsóttasti gítarleikari landsins. Davíð er líka handlaginn en hann greindi frá því í viðtali við K100 í sumar að hann væri að standsetja hús. 

Davíð Sigurgeirsson.
Davíð Sigurgeirsson.

Þórður Gunnarsson

Hagfræðingurinn Þórður Gunnarsson er á lausu. Hann er hress og skemmtilegur hægri maður sem hægt er að finna í hringiðu viðskiptalífsins. Þar sem Þórður er staðsettur, þar er stuð! 

Þórður Gunnarsson.
Þórður Gunnarsson. mbl.is/Kristófer Liljar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál