„Kaffi, Monstar og kannski lumma.“

Ingólfur Grétarsson er fagurkeri og lífskúnstner.
Ingólfur Grétarsson er fagurkeri og lífskúnstner. Ljósmynd/Tryggvi Freyr

Ingólfur Grétarsson, lífskúnstner og hlaðvarpsstjarna, er einn fyndnasti maður landsins en hann og félagar hans í hlaðvarpsþátt unum Þarf alltaf að vera grín? fóru létt með að fylla
Eldborgarsal Hörpu nýlega. Þrátt fyrir frægðina er Ingólfur bara venjulegur pabbi í Hveragerði sem tekur til eftir börnin sín og notar afganginn af rakspíra sem vinur hans átti.

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Ég borða eiginlega ekki neitt. Stundum borða ég afganga sem börnin mín skilja eftir. Stundum Weetos, Honey Nut Cheerios eða graut fyrir eins árs. Svo er ég líka að taka botnfylli af Engjaþykkni, en aðallega er það kaffi, Monstar og kannski lumma.“ 

Pælir þú mikið í tísku?

„Ekki fatatísku en ég pæli í innanhússhönnun, grafískri hönnun og listastefnum.“

Áttu uppáhaldsföt?

„Það eru örugglega nýju jakkafötin mín frá Suitup. Þau eru grænköflótt og svört – ógeðslega töff.“

Það er ekki slæmt að ilma eins og Cristiano Ronaldo.
Það er ekki slæmt að ilma eins og Cristiano Ronaldo.

Notar þú einhverjar ákveðnar snyrtivörur?

„Ég nota gel, eitthvert stíft „shit“. Svo var Tryggvi vinur minn sem er algjört lyktarséní að gefa mér Cristiano Ronaldo-rakspíra. Hann gaf mér botnfylli af sínum.“

Ingó á ný jakkaföt frá Suitup.
Ingó á ný jakkaföt frá Suitup.

Hvaða hlutur finnst þér ómissandi?

„Síminn minn, ég nota hann í vinnu og tölvu. Gaffall er líka ómissandi svona yfirhöfuð.“

Hvaða óþarfa keyptir þú þér síðast?

„Ég keypti mér Pokémon-spil. Ég keypti líka confetti-sprengju um daginn sem ég er ekki búinn að nota. Ég keypti líka svona skipulagsdrasl fyrir ísskápinn – það er alls ekki nauðsynlegt.“

Er confetti ekki nauðsynlegt?
Er confetti ekki nauðsynlegt?

Er einhver bók á náttborðinu?

„The Bullett Journal sem er sjálfshjálparbók og er algjör snilld. Bókin sem er í símanum er The Essentials. Annars eru það engar sögubækur, ég horfi bara á bíómyndir.“

En hvað ertu að horfa á?

„Ég er að horfa á The Block sem eru raunveruleikaþættir.“

Hvaða tölvuleik ertu að spila?

„Ég er að spila Payday 2 og svo er ég með nýja Mortal Kombat-leikinn.“

Áttu uppáhaldsborg og af hverju?

„New York af því hún er epísk. Það er ógeðslega mikið að gera þar og ég hef gaman af að fara á comedy-klúbba.“

New York.
New York. Ljósmynd/Colourbox

Ef peningar væru ekki vandamálið, hvert færir þú í frí?

„Japan. Ég held að það gæti verið áhugaverð upplifun.“

Japan eru draumur.
Japan eru draumur. Ljósmynd/Colourbox

Hver er vinsælasti rétturinn í eldhúsinu þínu?

„Það er sveppapasta sem ég geri. Það er geðveikt næs og það borða það allir.“

Ertu spenntur fyrir einhverju í vetur?

„Já, ég er mjög spenntur fyrir jólunum með fullt hús af börnum.“

Það er auðveldara að borða uppáhaldspastaréttinn með gaffli.
Það er auðveldara að borða uppáhaldspastaréttinn með gaffli. Ljósmynd/Unsplash.com/Mae Mu
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál