Sjokkerandi myndir af Christinu Aguilera

Christina Aguilera kom öllum á óvart þegar hún steig á svið á minningartónleikum Michaels Jacksons sem haldnir voru um helgina. 

Aguilera leit vægast sagt illa út þegar hún steig á sviðið á Millenium Stadium í Cardiff.  Söngkonan var með úfnar hárlengingar og klæddist samfellu og netasokkabuxum sem drógu síður en svo fram hennar bestu hliðar. 

Söngkonan flutti eitt af uppáhaldslögum Jacksons, Smile, með ágætum en klæðnaður hennar skyggði á flutninginn. Síðar á tónleikunum skipti Aguilera um föt og kom þá fram í kjól sem klæddi hana betur. 

Þær voru ófáar stjörnurnar sem heiðruðu konung poppsins en Cee Lo Green, Jamie Foxx, Beyoncé, Gladys Knight, Ney-Yo, Leona Lewis og Smokey Robinson komu einnig fram á tónleikunum. 

Börn Jacksons voru viðstödd þennan atburð til heiðurs föður þeirra en það voru ekki allir fjölskyldumeðlimir á staðnum þar sem hluti þeirra var viðstaddur réttarhöldin yfir Dr. Conrod Murray. Systkini Michaels Jacksons, Jermaine, Randy og Janet voru ekki sátt við að tónleikarnir væru á sama tíma og réttarhöldin og heiðruðu því ekki viðstadda með nærveru sinni. Smokey Robinson sagði að þetta væri einmitt góð andstæða við réttarhöldin. „Þetta gefur fólki eitthvað jákvætt að hugsa um frekar en að einbeita sér að því sem gerist í réttarhöldunum.“

mbl.is