Jessica Biel segir heilbrigða húð vera lykilatriði

Jessica Biel.
Jessica Biel. mbl.is/Cover Media

Leikkonan Jessica Biel trúir því að húðin endurspegli innri heilsu fólks.  Leikkonan er þekkt fyrir ótrúlega fallegt litarhaft sitt og náttúrulegt yfirbragð.  Leikkonan hugsar vel um húðina svo að hún ljómi og geisli.  „Húðin endurspeglar innri heilsu svo ég reyni að borða vel, drekka mikið og hreyfa mig reglulega,“segir Biel.

„Ég fer líka mánaðarlega í andlitsbað sem samanstendur af náttúrulegum ávaxtasýrum og nuddi.  Auk þess nota ég Imedeen-húðvörurnar.“ 

Biel segir þó frá því að fegrunarathöfn hennar sé tiltölulega einföld.  „Ég nota mildan hreinsi á morgnana og svo rakakrem.  Sólarvörn er algjört lykilatriði,“ segir Biel. 

Biel reynir að viðhalda náttúrulega útliti sínu.  Þegar kemur að hári kýs hún einnig að fara einföldu leiðina.  „Ég er hjá frábærri hárgreiðslukonu í Los Angeles.  Hún blandar saman litnum og mínum eigin tónum sem gerir það að verkum að hárið vex án þess að ég fái mikla rót.  Það hentar mér fullkomlega þar sem ég er hræðilegur viðskiptavinur og mæti bara nokkrum sinnum á ári,“ segir hún í viðtali við Health & Beuaty-magazine.

mbl.is

Bloggað um fréttina