Klæddist útsölupeysu á Reykjavíkurflugvelli

Victoria Beckham klæddist rauðu peysunni og bláu buxunum í New …
Victoria Beckham klæddist rauðu peysunni og bláu buxunum í New York á dögunum, svo aftur á Reykjavíkurflugvelli í gær. Skjáskot af MyTheresa.com/Skjáskot af Mail Online

Fatahönnuðurinn Victoria Beckham klæddist litríku dressi þegar hún kom til landsins í gærkvöldi. Um rauða peysu og fagurbláar buxur er að ræða en báðar flíkurnar koma úr hennar eigin smiðju.

Victoria hefur í gegnum tíðina verið gjörn á að klæðst svörtum fatnaði þannig að þetta dress er svolítið óvenjulegt fyrir hana. Victoria hefur notað þetta sama dress áður en hún spókaði sig um götur New York-borgar í því á dögunum.

Rauða peysan er úr ull og kostaði upprunalega í kringum 91 þúsund krónur en fæst nú á um 64 þúsund krónur á útsölu á vef MyTheresa.

Beckham-fjöl­skyld­an á Íslandi

Hönnuðurinn Victoria Beckham klæðist gjarnan svörtum fötum.
Hönnuðurinn Victoria Beckham klæðist gjarnan svörtum fötum. AFP
mbl.is