Myndar götutískuna í Reykjavík

Ólafur Hannesson myndar göturískuna í Reykjavík.
Ólafur Hannesson myndar göturískuna í Reykjavík. Ljósmynd/Samsett mynd

Ólafur Hannesson er 24 ára ljósmyndari sem að stofnaði Instagram-aðganginn RVK_Fashion fyrir rúmlega þremur vikum þar sem að hann myndar götustílinn í miðborg Reykjavíkur.

Ólafur er mjög hrifinn af miklum og skærum itum þegar …
Ólafur er mjög hrifinn af miklum og skærum itum þegar getur að tísku. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

„Þetta byrjaði þegar ég var að mynda konu fyrir mánuði og ég fílaði í tætlur hvernig hún var klædd,“ sagði Ólafur um það hvenær hann ákvað að stofna aðganginn. „Eftir það fór ég að líta aðeins meir í kringum mig og fór að fylgjast með því hvernig fólk var klætt.“

Ólafur viðurkennir að hann hafi sjálfur ekki mikið vit á tísku og myndi mjög ólíklega einhvern tímann rata sjálfur inn á tískusíðu en hann hafi mikinn áhuga á því hvernig fólk kemur fram og heillast af fólki sem klæðir sig vel.

„Þetta er í rauninni bara um það að treysta augunum og mynda það sem að talar til mín,“ segir Ólafur um hvernig klæðnað hann leitist eftir því að mynda. „Ég passa mig á því að mynda ekki og augljósa tísku og svo hef ég rosalega gaman að skærum litum.“

Ólafur myndar fólk með einstakann stíl.
Ólafur myndar fólk með einstakann stíl. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

Á hverjum degi fer Ólafur niður í miðbæ Reykjavíkur og myndar á milli tíu til 20 manns á dag en markmið hans er að feta í fótspor götuljósmyndara út í heimi sem mynda götutísku sem atvinnu.

„Ég hef alltaf fílað þennan náttúrulega og hversdagslega ljósmyndastíl,“ segir Ólafur. „Ég vill ekki vera að festa mig inn í einhverju stúdíói heldur frekar sýna hvað sér virkilega í gangi þarna úti.“

Þegar Ólafur sér manneskju sem klæðist einhverju skemmtilegu þarf hann að labba upp að manneskjunni og spyrja hvort hann megi mynda hana sem reyndist honum mjög erfitt í fyrstu.

Eins og staðan er núna myndar Óli aðeins fólk í …
Eins og staðan er núna myndar Óli aðeins fólk í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

„Ég er hrikalega félagfælinn og óttast fólk alveg bara mikið þannig þetta er líka gott fyrir sjálfan mig svo ég sigrist á því,“ segir Óli og bætir við að í flestum tilfellum samþykki fólk að láta mynda sig. „Þegar ég segi þeim að ég sé götuljósmyndari og langi til þess að mynda þau því þau eru svo flott klædd verður fólk oftast upp með sér og leyfir mér að smella af þeim mynd.“

Fyrsta myndin á Instagram-síðu Ólafs er litrík mynd af ungri konu frá Malasíu en það er einmitt uppáhalds myndin hans.

„Þetta var þegar það voru svona 13 gráður í Reykjavík og allir íslendingarnir gengu um í stuttbuxum,“ sagði Ólafur. „Svo sé ég konu sem heldur bleiku teppi yfir hausinn á sér og ég fer að spyr hana út í það. Þá segir hún mér að hún sé nú bara að stikna úr hita þrátt fyrir það að hún sér frá Malasíu. Mér þykir mjög vænt um þá mynd.“

Þessa konu var Ólafur að mynda þegar hann fékk áhuga …
Þessa konu var Ólafur að mynda þegar hann fékk áhuga á götuljósmyndun. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

Þó svo að Ólafur segist ekki vera með neitt sérstakt markmið af fylgjendum sem hann hefur sett sér þá fyndist honum aldrei leiðinlegt að hafa fjölda fólks að fylgjast með sér.

„Ég sé þetta mest sem portofolio fyrir sjálfan mig þannig að ég get fylgst með því hvar ég er staddur svona ljósmyndalega séð,“ segir Ólafur.

Í lokin bætir hann því við að þetta sé eitthvað sem hann er alveg fullviss um að hann ætli að gera í framtíðinni og fólk þurfi ekkert að hræðast sig ef hann nálgast þau á götunni.

Fyrsta og uppáhaldsmynd Ólafs á Instagram-síðu hans.
Fyrsta og uppáhaldsmynd Ólafs á Instagram-síðu hans. Ljósmynd/Ólafur Hannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál