Með bólur á rauða dreglinum

Kendall Jenner er með slæma húð.
Kendall Jenner er með slæma húð. mbl.is/AFP

Það hafa ef til vill margir blótað nokkrum nýjum mackintoshbólum nú um jól og áramót. Það er þó hægt að hugga sig við það að stjörnur eins og fyrirsætan Kendall Jenner fá líka sinn skerf af bólum. 

Jenner mætti bein í baki í fallegum kjól Giambattista Vallis á Golden Globe-verðlaunin og lét ekki nokkrar bólur á andlitinu draga úr sér. Með hjálp förðunarfræðinga var hægt að draga úr sýnileika bólanna þó svo að ekki hefði verið hægt að fela þær alveg. 

Jenner hefur háð langt stríð við bólur en hún fékk þær reglulega þegar hún var yngri og svo virðist sem hún sé ekki alveg laus við þær. 

Kendall Jenner lét ekki nokkrar bólur á sig fá.
Kendall Jenner lét ekki nokkrar bólur á sig fá. mbl.is/AFP

Það voru þó ekki bara bólurnar sem vöktu athygli heldurúþóttu varir Jenner eitthvað þrýstnari en vanalega og er hún talin hafa látið sprauta í þær. Ef sú er raunin er hún ekki sú fyrsta í Kardashian/Jenner-fjölskyldunni sem gerir það. Systir hennar Kylie Jenner er til dæmis þekkt fyrir varir sínar og byggir heilt förðunarveldi á þeim.

Kendall Jenner.
Kendall Jenner. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál