Skilnaðarvísbendingarnar eru nokkrar

Jennifer Lopez með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Of mikil …
Jennifer Lopez með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Of mikil ástríða er ekki vænleg. mbl.is/AFP

Hjónabönd eru eins mismunandi og þau eru mörg og það sama má segja um skilnaði. Þótt engin tvö sambönd séu eins þá geta ákveðin merki gefið til kynna að par eða hjón séu líklega að halda hvort í sína áttina. 

Buisness Insider fór yfir nokkur atriði sem gætu veitt vísbendingar um að hjónabandið muni ekki endast út ævina. 

Að giftast sem táningur eða eftir 32 ára

Þó svo að það sé best að giftast þegar fólk er tilbúið til þess þá benda rannsóknir til þess að fólk sem giftir sig ungt eða þegar líða fer á fertugsaldurinn sé líklegra til þess að skilja. Því meiri aldursmunur á hjónum því meiri líkur á skilnaði. Að gifta sig seint á þrítugsaldrinum þykir vænlegast. 

Eiginmaður sem er ekki í fullri vinnu

Rannsókn frá Harvard frá árinu 2016 sýnir að skilnaðartíðni er hærri hjá gagnkynhneigðum hjónum, sérstaklega ef eiginmaðurinn er ekki í fullri vinnu. Þar sem atvinna konunnar hafði engin áhrif ályktaði rannsakandinn að staðalímyndin um að karlmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar lifi enn góðu lífi og hafi áhrif á ástand hjónabanda. 

Lítil menntun

Rannsóknir benda til þess að fólk sem hafi litla menntun sé líklegra til þess að skilja. Gæti það orsakast af því að oft fylgja því lægri laun og fjárhagsvandamál bæta ekki beint hjónalífið. 

Sýna makanum fyrirlitningu

Virðing skiptir öllu máli í samskiptum við annað fólk og því kannski ekki skrítið að fyrirlitning, gagnrýni, að vera í vörn og leika varnarleik auki líkur á því að illa fari fyrir hjónabandinu. 

Að sýna of mikla ástúð

Það hljómar kannski skringilega en í rannsókn sem gerð var kom eitt á óvart. Hjón sem sýndu mestu ástríðuna til þess að byrja með voru líklegri til að skilja. Ástæðan gæti verið sú að það er erfitt að viðhalda svo mikilli ástríðu og rómantík til lengdar. 

Að takast ekki á við vandamálin

Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar annar makinn er ekki tilbúinn til að ræða málin. Það kemur þá í hlut hins aðilans að þrýsta á að ákveðin mál séu rædd. Þetta skapar spennu á milli para og báðir kenna hinum aðilanum um vandamálið. 

Hjónaband Jennifer Garner og Ben Affleks entist ekki.
Hjónaband Jennifer Garner og Ben Affleks entist ekki. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál