Skilnaðarvísbendingarnar eru nokkrar

Jennifer Lopez með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Of mikil ...
Jennifer Lopez með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Of mikil ástríða er ekki vænleg. mbl.is/AFP

Hjónabönd eru eins mismunandi og þau eru mörg og það sama má segja um skilnaði. Þótt engin tvö sambönd séu eins þá geta ákveðin merki gefið til kynna að par eða hjón séu líklega að halda hvort í sína áttina. 

Buisness Insider fór yfir nokkur atriði sem gætu veitt vísbendingar um að hjónabandið muni ekki endast út ævina. 

Að giftast sem táningur eða eftir 32 ára

Þó svo að það sé best að giftast þegar fólk er tilbúið til þess þá benda rannsóknir til þess að fólk sem giftir sig ungt eða þegar líða fer á fertugsaldurinn sé líklegra til þess að skilja. Því meiri aldursmunur á hjónum því meiri líkur á skilnaði. Að gifta sig seint á þrítugsaldrinum þykir vænlegast. 

Eiginmaður sem er ekki í fullri vinnu

Rannsókn frá Harvard frá árinu 2016 sýnir að skilnaðartíðni er hærri hjá gagnkynhneigðum hjónum, sérstaklega ef eiginmaðurinn er ekki í fullri vinnu. Þar sem atvinna konunnar hafði engin áhrif ályktaði rannsakandinn að staðalímyndin um að karlmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar lifi enn góðu lífi og hafi áhrif á ástand hjónabanda. 

Lítil menntun

Rannsóknir benda til þess að fólk sem hafi litla menntun sé líklegra til þess að skilja. Gæti það orsakast af því að oft fylgja því lægri laun og fjárhagsvandamál bæta ekki beint hjónalífið. 

Sýna makanum fyrirlitningu

Virðing skiptir öllu máli í samskiptum við annað fólk og því kannski ekki skrítið að fyrirlitning, gagnrýni, að vera í vörn og leika varnarleik auki líkur á því að illa fari fyrir hjónabandinu. 

Að sýna of mikla ástúð

Það hljómar kannski skringilega en í rannsókn sem gerð var kom eitt á óvart. Hjón sem sýndu mestu ástríðuna til þess að byrja með voru líklegri til að skilja. Ástæðan gæti verið sú að það er erfitt að viðhalda svo mikilli ástríðu og rómantík til lengdar. 

Að takast ekki á við vandamálin

Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar annar makinn er ekki tilbúinn til að ræða málin. Það kemur þá í hlut hins aðilans að þrýsta á að ákveðin mál séu rædd. Þetta skapar spennu á milli para og báðir kenna hinum aðilanum um vandamálið. 

Hjónaband Jennifer Garner og Ben Affleks entist ekki.
Hjónaband Jennifer Garner og Ben Affleks entist ekki. mbl.is/AFP
mbl.is

Forstofur í feng shui-stíl

Í gær, 15:00 Hvar á spegillinn að vera og hvaða plöntur á að velja í forstofunni? Allt skiptir þetta máli til þess að skapa góða og jákvæða orku. Meira »

Diskótímabilið heillar

Í gær, 12:00 Gunnsteinn Helgi Maríusson er mikill smekkmaður sem skaffar starfsfólki sínu pelsa og ósýnilega sokka.   Meira »

Sleppir öllu sem er bólgumyndandi

Í gær, 09:00 „Þar sem húðin er spegill líkamans og svo margir þættir sem hafa áhrif á húðina í gegnum lífsstíl okkar þá reyni ég eftir bestu getu að hugsa vel um að næra mig með næringaríkri og heilnæmri fæðu. Ég held þeirri fæðu í lágmarki sem kveikir í bólgumyndun í líkamanum eins og sykur, hveiti og önnur unnin kolvetni, transfitur, áfengi og skyndibiti sem geta haft slæm áhrif á húðina.“ Meira »

„Ef ég hefði bara vitað þetta um ástina“

Í gær, 06:00 Stefnumótamarkþjálfinn Monica Parikh slær í gegn um þessar mundir. Hún er svo sérfróð um ástina að hún hefur stofnað utan um viðfangsefnið skóla. Hér eru fimm ráð sem hún vildi hafa gefið sér þegar hún var 20 ára. Eitt af ráðunum er að hlusta á helming þess sem er sagt en fylgjast vel með öllu sem gerist. Meira »

Er ástarlífið að buga þig?

í fyrradag Úr bókinni Love Rules er hægt að fylgja fjórum einföldum aðgerðum til að halda sér á réttu leiðinni þegar kemur að ástinni. Allt of margir eru að taka inn rangar kaloríur þegar kemur að ástinni, líkt og þegar kemur að mat. Meira »

12 raunhæfar leiðir til að spara peninga

í fyrradag „Mánuð eftir mánuð talar fólk um peningaleysi. Óvænt útgjöld geta komið inná borð hjá mjög skipulögðu og fjárhagslega öguðu fólki eins og hjá öllum,“ segir Elín Káradóttir. Meira »

Svona lítur endurunna línan frá H&M út

í fyrradag Sænska móðurskipið H&M fer nýjar leiðir í Conscious Exclusive-línunni sem kemur í verslanir í dag. Línan er búin til úr endurunnum efnum og er silfrið í skartgripalínunni einnig endurunnið úr gömlum silfurmunum. Smartland heimsótti á dögunum Ósló, þar sem línan var kynnt fyrir tískusérfræðingum. Meira »

Hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi

í fyrradag María Másdóttir rekur Blómahönnun ásamt dóttur sinni Thelmu Björk Norðdahl. Hún hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi og segir mikinn heiður að taka þátt í að skreyta í brúðkaupum. Meira »

Stjörnur sem hættu að vigta sig

í fyrradag Margar stjörnur hafa áttað sig á því að það er til árangursríkari leið til þess að mæla árangur sinn en að stíga á vigt.   Meira »

218 milljóna hús við Stigahlíð

í fyrradag Við Stigahlíð í Reykjavík stendur vel heppnað 350 fm einbýli sem byggt var 1989. Það sem er heillandi við þetta hús er hvað það er litríkt og töluvert öðruvísi en hjá öðru fólki. Meira »

Dönsk arkitektastofa hannaði allt

í fyrradag Við Ljósakur í Garðabæ hafa tveir menn búið sér fallegt heimili. Nú er þetta glæsilega 223 fm raðhús komið á sölu en það var allt innréttað árið 2011. Húsið var allt hannað að innan af GASSA arkitekter í Danmörku. Meira »

Húsverk sem skila sér í betra kynlífi

19.4. Karlmenn sem fara í Costco með eiginkonum sínum er ánægðari en þeir sem versla einir.   Meira »

Förðunarfræðingur Beyoncé segir frá

19.4. Beyoncé söng, dansaði og svitnaði í tvo tíma á Coachella um síðustu helgi án þess að það sæist á andliti hennar. Förðunarfræðingur hennar veit hvernig á að láta farðann haldast. Meira »

Beckham keyrir inn sumarið í hvítu

19.4. Victoria Beckham veit að hvítt klikkar ekki í sólinni. Hvítar skyrtur, pils og buxur eru framarlega í fataskáp Beckham.   Meira »

Vantaði áskorun og byrjaði að hlaupa

19.4. Guðni Páll Pálsson hleypur 80 til 90 kílómetra í venjulegri viku. Nú er hann að undirbúa sig undir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fram fer á Spáni í maí. Meira »

Kom sér í ofurform með styrktaræfingum

18.4. Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Brie Lar­son er búin að vera að styrkja sig markvisst í tíu mánuði. Æfingarnar sem hún framkvæmir eru ekki fyrir byrjendur. Meira »

Ólafur Elíasson selur 370 milljóna glæsihús

19.4. Hinn heimsfrægi listamaður, Ólafur Elíasson, hefur sett sitt heillandi heimili á sölu. Ásett verð er rúmar 370 milljónir.   Meira »

Það kostar vilja og staðfestu að vera trúr

19.4. „Traust og trúnaður eru grundvallaratriði í hverju sambandi. Samt vitum við að bæði karlar og konur brjóta þennan trúnað. Kannanir sýna að ákveðinn hluti karla og kvenna hafa átt í ástarsamböndum samhliða sambúð eða hjónabandi. Fæstir í sambúð eru kannski hissa á þessu. Það kostar bæði vilja og staðfestu að vera trúr,“ segir séra Þórhallur Heimisson. Meira »

Það sem við óttumst er ljósið ekki myrkrið!

19.4. Samkvæmt Marianne Williamson óttumst við ekki myrkrið hið innra heldur ljósið. Við óttumst að verða stærri en við gætum ímyndað okkur og þessi ótti heldur aftur af okkur. Á sama tíma erum við sköpuð til að vera vitnisburður um hversu magnað ljósið er. Hvert og eitt okkar. Meira »

Vildi líta út eins og skopteikning

18.4. Líkamsræktareigandinn Krystina Butel er búin að fara í margar aðgerðir til þess að reyna að líkjast skopmynd. Butel hefur eytt hátt í 30 milljónum í útlit sitt en hún segist vera einlægur aðdáandi lýtaaðgerða. Meira »