Eliza fór að ráðum Smartlands

Eliza forsetafrú í ljósum skóm og Silvía Svíadrottnin í svörtum …
Eliza forsetafrú í ljósum skóm og Silvía Svíadrottnin í svörtum skóm.

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eru í opinberri heimsókn í Svíþjóð. Þau voru að sjálfsögðu búin að dressa sig upp þegar þau hittu konungshjónin Karl Gústaf og Silvíu í sænsku konungshöllinni. 

Eliza gaf sænsku drottningunni ekkert eftir í glæsileika og klæddist fallegum vínrauðum kjól. Það er nokkuð ljóst að fatnaður Elizu var útpældur og lítur út fyrir að forsetafrúin hafi farið eftir ráðum sem fjallað var um í grein á Smartlandi rétt fyrir jól þar sem varað var við því að klæðast svörtum skóm við ljósar sokkabuxur. 

Til þess að lengja leggina klæddist forsetafrúin húðlitum sokkabuxum og húðlitum skóm. „Var­ast ber að vera í svört­um skóm við hvíta sokka, nema það sé svört rönd á sokk­un­um sem teng­ist við skóna. Það leng­ir lín­urn­ar að vera í ljós­um sokk­um og ljós­um skóm,“ segir í greininni. 

Skilaboðin virðast ekki hafa náð til Svíadrottningar sem klæddist svörtum skóm við ljósar sokkabuxur. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti ávarpar gesti í sænsku konungshöllinni með …
Guðni Th. Jóhannesson forseti ávarpar gesti í sænsku konungshöllinni með Karl Gústaf konung sér við hlið. Ljósmynd/Kristján Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál