Svona er hártískan 2018

Ljósmynd/Saga Sig

Hártískan hefur sjaldan verið jafn litrík og síðustu misseri. Baldur Rafn Gylfason eigandi heildsölunnar bPro segir að það verði mikið um metallic- og pastelliti ásamt silfurlituðum tónum á næstunni. Baldur segir að það sé mikil kúnst að ná þessum litum fram svo þeir haldist í hárinu. Nú er hann farinn að flytja inn liti frá Hair Passion og segir Baldur að það sé mikill fengur í að fá þessa liti því þeir framleiði fullkomnar blöndur fyrir liti og tóna. 

„Með tilkomu Hair Passion hefur fagfólkk nú möguleika á að ná þessum tónum á öruggann og öruggann og markvissann hátt. Þessir litir eru mjög djúpir og djúsí og svo girnilegir að mann langar bara að koma við hárið. Það sem Hair Passion hefur umfram aðra liti er að þeir eru svokallaðir keratínlitir, en keratín er náttúrulegt prótín sem finnst í húð, hári og nöglum. 

Þegar hárið er litað með keratínlitum fær það aukinn styrk, verður sveigjanlegra og líkur á sliti og klofnum endum minnka. Ekki skemmir fyrir að litapallettan er guðdómleg. Nú þegar vorið er á næsta leyti er enn meiri ástæða til að poppa aðeins upp með hressandi hárlit og endilega prufa eitthvað nýtt,“ segir Baldur. 

Heildsalan bPro býður viðskiptavinum sínum reglulega á svokölluð kósýkvöld þar sem boðið er upp á léttar veitingar ásamt kynningar á vörum. 

„Silla á Hárbeitt, Harpa á Blondie og Kolbrún á Kompaníinu sýndu réttu trixin á fjölmörgum fyrirsætum sem þær höfðu litað og klippt eftir hinum ýmsu aðferðum. Ekki er hægt að segja annað en að útkoman hafi verið stórglæsileg og að gestir hafi verið fullir tilhlökkunar að prófa sig áfram með þá endalausu möguleika sem Hair Passion býður upp á.

Það var engin önnur en Saga Sig sem var ljósmyndari kvöldsins og við leyfum myndunum af tala sínu máli.

Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál