Sharon Stone klippir hárið sjálf

Sharon Stone geislar eins og unglamb.
Sharon Stone geislar eins og unglamb. AFP

Sharon Stone lítur enn út eins og unglamb þrátt fyrir að vera 60 ára. Stone á sínar uppáhaldssnyrtivörur eins og kemur fram í viðtali við hana á New York Times. Hárið klippir hún hins vegar sjálf.  

Morgunrútína Stone á morgnana þegar kemur að húðumhirðu er ekki flókin. Hún segist þvo á sér andlitið með vatni og bursta í sér tennurnar, flóknara er það ekki. Eftir sturtu notar hún þó líkamskrem frá Shiseido, en ef hún húðin er þurr notar hún Weleda Skin Food. 

Þegar kemur að förðun segist hún nota farða með sólarvörn. Uppáhaldsmaskararnir eru Sisley So Curl og Superhero frá IT Cosmatics. Þegar hún fer út kýs hún hins vegar að nota gerviaugnhár, en hún er nýbúin að læra að setja þau á sig sjálf. 

Stone hugsar vel um að setja á sig fínar vörur en þegar kemur að hárinu segist hún klippa það sjálf. Hún segist hafa lært að klippa hárið sjálf af frönskum hárgreiðslumanni. Leyndarmálið er að toga hárið upp og klippa endana beint, þannig fái hún líf í hárið. 

Það eru þó ekki allir jafnánægðir með að Stone klippi hárið á sér sjálf og fær hún að heyra það þegar henni dettur í hug að leyfa fagfólki að snerta hár sitt. 

Heilsusamlegur lífstíll Stone á þátt í því að hún geislar eins og raun ber vitni. Leikkonan segist ekki drekka kaffi og drekki afar sjaldan gos eða áfengi. Hún borðar ekki glúten enda með glútenóþol en öðru leyti segist hún borða það sama og annað fólk. 

Þegar hreyfing er annars vegar gerir Stone Pilates eða fer í ræktina. Æfingarnar sem hún gerir fara eftir í hvernig skapi hún er. „Eða ég set tónlist á og dansa í burtu allt vit. Ég er ekki manneskja sem fer á hlaupabretti og stari á veggi,“ sagði Stone. 

Sharon Stone.
Sharon Stone. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál