Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

Blake Lively velur fötin sín sjálf.
Blake Lively velur fötin sín sjálf. skjáskot/Instagram

Stórstjörnur út í heimi eru oftar en ekki tískufyrirmyndir enda klæddar í föt sem þaulvanir stílistar hafa sett saman. Leikkonan Blake Lively er ekki með stílista en þykir samt sem áður oft skara fram úr þegar kemur að fatavali. 

Lively er með puttana á púlsinum þegar kemur að því hvað er í tísku og er óhrædd við að taka áhættu. Hún segir í viðtali við WWD að það sé mikil vinna að velja fötin sjálf en þegar hún er komin með þau heim til sín sé það lítið mál. 

Það erfiða við það að vera sinn eigin stílisti er að hún þarf að fylgjast með tískusýningum og finna til myndir af klæðnaði sem henni finnst flottur og biðja um að fá föt send. Hún er þó með aðstoðarmanneskju sem hjálpar henni að fá föt send.

Ástæðan fyrir því að hún sér sjálf um að velja fötin sín er sú að henni finnst það skemmtilegt. „Ég elska hönnun og ég elska tísku,“ sagði Lively sem segir þetta vera leið til þess að vera skapandi. Í vinnu við kvikmyndir fær hún ekki að fylgja verkefni frá byrjun til enda en það getur hún þegar hún velur fötin sín sjálf eða greiðir vinkonum sínum eða málar þær. Að hluta til sé ástæðan því líka að hún vilji stjórna sjálf. 



Leikkonan Blake Lively í rokkuðum kjól með kögri.
Leikkonan Blake Lively í rokkuðum kjól með kögri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál