Er algjör töskuperri

Birgitta segir nauðsynlegt að eiga góðan pels.
Birgitta segir nauðsynlegt að eiga góðan pels. mbl.is/Árni Sæberg

Birgitta Ósk Harðardóttir er 22 ára gömul og hóf nám í fatahönnun í Listaháskóla Íslands síðasta haust. Birgitta sem er líka menntaður förðunarfræðingur hefur gríðarlegan áhuga á öllum sem tengist tísku og hönnun og segist fylgjast vel með tískunni þrátt fyrir að halda alltaf í sinn stíl. 

Hvernig er þinn fatastíll?

„Ég myndi segja að hann sé mikið af fínum fötum blandað við smá götutísku. Ég fíla mjög mikið „pop of color“ hér og þar og svo er ég oftast í kápu eða jakka sem er „statement piece“.“

Hvaða tískutímabil er í mestu uppáhaldi hjá þér?

„Um þessar mundir er 70's tímabilið mikið í uppáhaldi hjá mér en það breytist mjög oft, ég myndi segja að stíllinn minn væri blanda af 70's og 90's stíl.“

Neverfull Louis Vuitton-taskan er í uppáhaldi hjá Birgittu.
Neverfull Louis Vuitton-taskan er í uppáhaldi hjá Birgittu. mbl.is/Árni Sæberg

Uppáhaldsverslunin?

„Uppáhalds verslunin mín er Zara ég versla flest allt þar enda fer ég inní þá búð minnst tvisvar sinnum í viku og þá annað hvort til að versla mér smá eða bara að skoða úrvalið og fá innblástur. Ég kíki stundum inní Gallerí 17 og finn mér einhvern gullmola þar og einnig inní H&M, ég flakka á milli þessara búða. Svo er uppáhalds verslanirnar mínar erlendis Zara, Urban Outfitters, Mango og River Island svo er það mjög misjafnt eftir því hvaða árstíð það er þegar ég er erlendis. Svo kaupi ég mér yfirleitt eitt merkja veski þegar ég er erlendis og eru þær búðir nokkrar meðal annars Gucci og YSL.“

Verslar þú mikið á netinu?

„Ég versla alltof mikið á netinu, ég er ASOS sjúk. Ég fer inná Asos-appið nokkrum sinnum á dag bara til þess að skoða hvað er nýtt og oftast enda ég á að kaupa mér bunka af fötum.  Ég myndi segja gróflega að fataskápurinn minn sé helmingur frá Asos og hinn helmingurinn frá Zara.“

Birgitta á gott safn af töskum.
Birgitta á gott safn af töskum. mbl.is/Árni Sæberg

Bestu kaup sem þú hefur gert?

„Eins og er er það Neverfull Louis Vuitton taskan mín sem ég nota nánast á hverjum degi bæði í skóla og bara í daglegu lífi. Það er samt mjög erfitt að gera upp á milli á öllum töskunum mínum, elska þær allar jafn mikið enda er ég algjör töskuperri.“

Hver eru uppáhalds aukahlutirnir þínir þessa stundina?

„Rauðu og bleiku blómaeyrnalokkarnir sem ég keypti mér í Zara í síðustu viku, mér finnst rosalega mikilvægt að hafa eyrnalokka, þeir setja punktinn yfir i-ið. Svo eru það auðvitað bleiku Gucci sólgleraugun sem ég keypti í París, þau eru æði. Það sem er líka í uppáhaldi hjá mér er rauða Prada veskið mitt.“

Eyrnalokkarnir setja punktinn yfir i-ið að mati Birgittu.
Eyrnalokkarnir setja punktinn yfir i-ið að mati Birgittu. mbl.is/Árni Sæberg


Mesta tískuslysið þitt?

„Mesta tískuslysið mitt er líklegast þegar það var í tísku að vera í öllum pastellituðum fötum í bland við hlébarðamynstur. Ég var sem sagt á því tímabili að blanda oft saman pastellitaðri skyrtu við þröngar buxur í hlébarðamynstri og svo lituðum strigaskóm við. Svaka pæja.“

Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum sínum þessa stundina?

„Það er mjög nauðsynlegt að eiga góðan pels hvort sem það er alvöru feldur eða gervi, ég finn mína á Asos eða Spúútnik. Ég var mjög heppin að finna mína uppáhaldsflík núna, sem er síður gerviskinnspels, í Urban Outfitters á útsölu þegar ég var úti í París um daginn.“ 

Það er aldrei hægt að fá nóg af flottum sólgleraugum.
Það er aldrei hægt að fá nóg af flottum sólgleraugum. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað er á óskalistanum fyrir sumarið?

„Snákaskinnsskórnir úr Apríl skóm og auðvitað ný vönduð og flott sólgleraugu því maður á aldrei of mikið af þeim. Svo má ekki gleyma nýjum hvítum strigaskóm, og eru Archlight strigaskórnir frá Louis Vuitton efst á listanum.“

Birgitta í flottum jakka með kögri.
Birgitta í flottum jakka með kögri. mbl.is/Árni Sæberg
Birgitta á þessi flottu stígvél.
Birgitta á þessi flottu stígvél. mbl.is/Árni Sæberg
Birgitta stundar nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.
Birgitta stundar nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. mbl.is/Árni Sæberg
Birgitta segist versla mikið á ASOS og í Zara.
Birgitta segist versla mikið á ASOS og í Zara. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál