Dolce & Gabbana mun deyja

Domenico Dolce og Stefano Gabbana eru hönnuðirnir á bak við …
Domenico Dolce og Stefano Gabbana eru hönnuðirnir á bak við Dolce & Gabbana. AFP

Dolce & Gabbana er eitt frægasta tískumerki veraldar. Hart er unnið að því að stór tískuhús á borð við Dolce & Gabbana standi af sér breytingar þannig þau verða að eins konar stofnunum. Ítalirnir Domenico Dolce og Stefano Gabbana ætla ekki að láta það henda tískuhús sitt. 

Guardian greinir frá því að Gabbana hafi greint frá því í ítalska blaðinu Corriere della Sera að tískuhúsið muni deyja með þeim. „Þegar við deyjum, deyjum við. Ég vil ekki að japanskur hönnuður byrji að hanna fyrir Dolce & Gabbana.“

Úr vetrarlínu Dolce & Gabbana sem sýnd var í febrúar.
Úr vetrarlínu Dolce & Gabbana sem sýnd var í febrúar. AFP

Félagarnir stofnuðu tískuhúsið árið 1985 og létu það ekki á sig fá að þeir hafi hætt saman fyrir 14 árum. Það hefur ekki heldur hvarflað að þeim að selja og hafa þeir neitað öllum tilboðum. 

Þeir Dolce og Gabbana hefðu eflaust getað mokað vel inn með því að selja tískuhúsið en markmið Gabbana er ekki að verða ríkur. Hann segist ekki hafa tíma til þess að eyða peningum sínum, segist vera of upptekinn við vinnu til þess. Gabbana er með eitt skýrt markmið og það er að ná árangri. 

Dolce verður sextugur á árinu á meðan Gabbana er fjórum árum yngri. Merkið á því ekki eftir að verða til í 100 ár í viðbót en gæti alveg átt eftir að framleiða hátískufatnað í nokkra áratugi í viðbót. 

Tískusýning Dolce & Gabbana í febrúar.
Tískusýning Dolce & Gabbana í febrúar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál