Sleppir öllu sem er bólgumyndandi

Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir.
Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir.

Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir hugsar vel um heilsuna og auðvitað húðina. Smartland spurði hana betur út í húðumhirðu. 

„Góð húðumhirða skiptir miklu máli og ég er mjög meðvituð og vandlát um hvað ég set á húðina mína þegar kemur að húð- og snyrtivörum. Ég hef það að leiðarljósi að velja lífrænar og umhverfisvænar snyrtivörur, því allt sem við berum á húðina frásogast út í blóðrásina og getur haft áhrif á starfssemi líkamans og því mikilvægt að vanda valið vel. Ég skoða alltaf innihaldslýsingar á kremum og snyrtivörum og hvað varan stendur fyrir. Ég gef mér tíma í að kynna mér vöruna vel áður en ég kaupi hana. Nýja uppáhalds snyrtivörumerkið mitt er Inika Organic en þetta eru hágæða lífrænar snyrtivörur frá Ástralíu sem næra húðina með endurnýjandi húðbætandi efnum og olíum sem henta öllum húðgerðum,“ segir Ásdís þegar hún er spurð út í húðumhirðu sína. 

mbl.is/ThinkstockPhotos

Hvernig hugsar þú um húðina dagsdaglega?

„Mín daglega húðrútína er að hreinsa létt húðina á morgnana með volgu vatni áður en ég set á mig augnkrem og andlitskrem, svo þríf ég farðann af með hreinsimjólk á kvöldin og set einstaka sinnum á mig hreinsimaska, andlitsserum eða andlitsvatn ef mér finnst húðin þurfa á því að halda og til að fríska aðeins upp á hana. 

Þar sem húðin er spegill líkamans og svo margir þættir sem hafa áhrif á húðina í gegnum lífsstíl okkar þá reyni ég eftir bestu getu að hugsa vel um að næra mig með næringaríkri og heilnæmri fæðu. Ég held þeirri fæðu í lágmarki sem kveikir í bólgumyndun í líkamanum eins og sykur, hveiti og önnur unnin kolvetni, transfitur, áfengi og skyndibiti sem geta haft slæm áhrif á húðina. Í staðinn fókusera ég á að nota í ríkulegu magni fæðu úr jurtaríkinu eins mikið og ég get s.s. grænmeti, ávexti, fræ, hnetur, góðar kaldpressaðar olíur, fisk, baunir, ásamt geitaosti, eggjum, fuglakjöti og lambakjöti í hæfilegu magni. Einnig finnst mér mikilvægt að stunda mína daglegu hreyfingu en ég fer í röska göngu alla daga og það er mín hugleiðsla ásamt því að skokka, ganga á fjöll og stunda styrktarþjálfun reglulega. Ég set góðan svefn í forgang og reyni að halda streitu innan hæfilegra marka og að hitta fólkið mitt reglulega og gera hluti sem veita mér ánægju, en ég fullviss um að allir þessir þættir hafa áhrif með einum eða óbeinum hætti á heilbrigði húðarinnar,“ segir hún. 

Ásdís Ragna notar sólarpúður frá Inika.
Ásdís Ragna notar sólarpúður frá Inika.

Þegar Ásdís er spurð að því hvað sé í snyrtibuddu hennar kemur í ljós að hún velur vel það sem hún setur framan í sig. 

„Snyrtibuddan mín samanstendur af maskara, augnblýant, sólarpúðri, kinnalit, gloss, varasalva, augnskugga, ilmvatni, meiki og BB kremi. Snyrtivaran sem er ómissandi í buddunni er án efa BB kremið frá Inika Organic, get frískað upp á mig á núll einni bara með því að nota það ef ég er á hraðferð og fæ raka og næringu í húðina á sama tíma. Hef notað Verveine ilmvatnið frá L'occitane í langan tíma og finnst það alltaf jafn góður og frískandi ilmur.“

BB kremið er í uppáhaldi hjá Ásdísi.
BB kremið er í uppáhaldi hjá Ásdísi.

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Ég farða mig ekki mikið yfir höfuð og daglega þá nota ég yfirleitt BB krem, sólarpúður, smá kinnalit í litnum Pink Petal frá Inika, grábláan sanseraðan augnblýant i litnum Graphite frá Inika, maskara og varasalva en ég nota Burt's Bee varasalva með smá lit til að fríska upp á varirnar. Ég er nýbúin að uppgötva maskarann frá Inika og hef aldrei prófað eins góðan lífrænan maskara og bæði helst hann vel á, þéttir vel augnhárin og lengir og auðvelt að þrífa hann af. Þegar ég er að fara eitthvað spari þá nota ég augnskugga í litnum Gold Oyster frá Inika, meik og varalit og eða gloss en Pink Nude varaliturinn er í uppáhaldi og Lychee glossinn sem ég var að fá mér nýlega. Ég nota sjaldnar meik þegar vora tekur og nota minna af snyrtivörum með hækkandi sól og nota stundum bara smá maskara og gloss yfir sumartímann.“

Hún segir að þessi maskari sé mjög góður.
Hún segir að þessi maskari sé mjög góður.
Uppáhaldsilmvatnið hennar Ásdísar kemur frá L'occitane.
Uppáhaldsilmvatnið hennar Ásdísar kemur frá L'occitane.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál