Hvers vegna snoðaði Íris sig?

Dökka hárið kom í ljós þegar Íris snoðaði sig.
Dökka hárið kom í ljós þegar Íris snoðaði sig.

Margir klippa hárið styttra á sumrin en söng- og leikkonan Íris Hólm fór alla leið og snoðaði sig. Íris segir það frábært að vera með snoðað hár en hún lét hárið fjúka af illri nauðsyn. 

Eftir mörg ár af allskonar litum og mikilli aflitun síðasta árið tók ég ákvörðun um að fá nýtt upphaf. Fá minn lit til baka,“ segir Íris sem hefur varla tölu á því hversu marga hárliti hún hefur prófa. „Ég hef verið með svart, bleikt, fjólublátt, rautt, silfrað, ljóst. Svo hef ég fengið mér permanent tvisvar.“

Hvernig er tilfinningin að vera snoðuð?

„Alveg frábær! Það mun taka smá tíma að venjast þessu en enn sem komið er sé ég engan ókost. Morgunrútínan varð helmingi styttri og ég get ekki beðið eftir að fara í sund með bara eitt handklæði.“

Íris með ljósu lokkana.
Íris með ljósu lokkana. Ljósmynd/Aðsend

Íris segir viðbrögð fólks við nýju hárgreiðslunni vera mjög jákvæð. „Mér fannst sérstaklega gaman að því hversu hrifnir 10 og 11 ára gömlu nemendur mínir voru. Stelpum jafnt sem strákum þótti þetta flott og það gladdi hjartað mitt. Fullorðnir eru aðallega að spyrja hvernig ég þorði þessu og hvort ég muni ekki sjá eftir þessu. Ég mun örugglega fá „háröfund“ á einhverjum tímapunkti, en það er ekki alvarlegt. Það eru held ég fleiri kostir en gallar við að snoða sig.“

Tekur þú eftir einhverju nýju varðandi útlit þitt eftir að hárið fékk að fjúka?

„Það sem var skrítnast var það að allt í einu eru ég orðin svo dökkhærð. Ég hef dökknað með árunum en útaf aflitun hefur það aldrei fengið að njóta sín nægilega. Það glittir líka í grá hár í vöngum og ég er mjög spennt fyrir þeim! Eg verð líka að segja að mér finnst ég bara með mjög fallegt höfuðlag,“ segir Íris og hlær. „Augun mín fá líka að njóta sín betur.“

Mælir þú með því að konur snoði sig?

„Ég mæli með því að allir prófi allt allavega einu sinni, svo lengi sem enginn skaði skeður. Ég fann að ég var dálítið hrædd við þetta en þetta er bara hár. Hár sem vex aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál