Klæddist 285 þúsund króna kjól

Melania Trump á fundi fyrr í vikunni.
Melania Trump á fundi fyrr í vikunni. mbl.is/AFP

Melania Trump, eiginkona Donald Trump forseta Bandaríkjanna, klæddist kjól frá Escada að andvirði 2700$ eða 285 þúsund íslenskra króna þegar hún hélt ræðu á galakvöldi í Ford leikhúsinu á sunnudagskvöldið. Þetta var í eitt af fyrstu skiptunum sem hún kemur fram eftir að hún undirgekkst aðgerð. Melania kom ein á galakvöldið en forsetinn er nú í Singapúr og þar sem hann fundaði með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Stutt er síðan Donal Trump útskýrði fjarveru eiginkonu sinnar en eins og áður hefur komið fram fór hún í aðgerð. Hún hefur verið frá í 25 daga en aðgerðin tók tæpa fjóra tíma að sögn forsetans og mátti Melania ekki ferðast í mánuð eftir hana. Því gat hún ekki fylgt eiginmanni sínum á G7 fundinn sem haldinn var í Kanada um helgina. 

Galakvöldið var haldið í Ford leikhúsinu í Washington DC og var til heiðurs Abraham Lincoln, 16. forseta Bandaríkjanna. Á kvöldinu var Lincoln-orðan veitt þeim sem hafa varðveitt minningu forsetans fyrrverandi í störfum sínum á árinu. Að þessu sinni hlutu Sheila Johnson og Jack Nicklaus orðuna. Í lok dagskrárinnar hélt Melania ræðu þar sem hún óskaði gestgjöfunum til hamingju með vel heppnað kvöld. Hún óskaði einnig verðlaunahöfunum til hamingju. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál