Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

Rosie Huntington-Whiteley lætur ekki sjá sig næpuhvíta.
Rosie Huntington-Whiteley lætur ekki sjá sig næpuhvíta. AFP

Sama hver árstíðin er eru stjörnurnar á rauða dreglinum duglegar að bera leggina. Ástæðan fyrir ljómandi húð þeirra er ekki sú að þær eru alltaf í fríi heldur sú að þær njóta liðsinnis brúnkusérfræðinga. James Read er einn þeirra og fór yfir það með E! hvernig ætti að fá brúnku á fótleggina eins og Rosie Huntington-Whiteley. 

Degi áður en Huntington-Whiteley mætir á rauða dregilinn byrjar Read að spreyja á hana brúnku. Í stað þess að spreyja á hana einu þykku lagi spreyjar hann þremur þynnri lögum. Mælir hann með því að bíða í tíu mínútur á milli umferða. 

Daginn eftir eða á sama degi og fyrirsætan á að mæta fullkomnar förðunarfræðingur fyrirsætunnar verkið með því að bera á hana rakagefandi krem. Segir Read það láta fótleggi hennar ljóma og líta út fyrir að vera lýtalausa.

Rosie Huntington-Whiteley undirbýr sig vel áður en hún mætir á …
Rosie Huntington-Whiteley undirbýr sig vel áður en hún mætir á rauða dregilinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál