Ómissandi í sólina

Þegar halda skal í sólina er gott að hafa réttu …
Þegar halda skal í sólina er gott að hafa réttu vörurnar með sér. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Nú hafa fjölmargir landsmenn lagt land undir fót og eru að spóka sig í sólinni sem hefur verið langt fyrir ofan skýin hjá okkur hér á eyjunni góðu í sumar. Fyrir þá sem eru að undirbúa eina slíka ferð vildi Smartland taka saman lista yfir góða hluti sem ekki má vanta í sólarlandaferðina. 

Clarins Everlasting Cushion Foundation

Everlasting Cushion farðinn frá Clarins sem er fullkominn í fríið! Hann er léttur á húðinni, gefur fallegan ljóma, jafnar húðlit og smitar ekki í föt. En það sem gerir þennan farða svo einstaklega hentugan  í sumarfríið er SPF 50 sólarvörnin en líka hvað hann er endingargóður og vatnsfráhrindandi.

Hydra Beauty Masque De Nuit Au Camélia frá Chanel

Hydra Beauty Masque De Nuit Au Camélia frá Chanel er rakabomba sem maður þarf svo sannarlega á að halda eftir nokkra daga í sólinni. Létt krem sem þú berð á húðina á kvöldin, þú bíður í smá stund áður en þú nuddar því í húðina. Kremið bráðnar á húðinni og hún drekkur það í sig.

Lumi drops frá Gosh

Hver vill ekki smá auka „GLOW“ á sumrin? Notaðu Lumi drops frá Gosh beint á kinnar, augu eða varir fyrir aukinn ljóma eða blandaðu þeim út í Bodylotion, Sólarvörn eða „After Sun“ fyrir ljómandi fallega og heilbrigða húð.

Palette Essentielle frá  Chanel

Falleg og nytsamleg vara í sumarfríið er Paletta Essentielle frá Chanel. Hyljari, „highlighter“ og kinnalitur í einni „palettu“. Allar vörurnar eru kremaðar og blandast ótrúlega vel. Prófaðu að nota kinnalitinn og „highlighter“ líka á augnlokin.   

Urban Environment Oil-Free UV Protector Shiseido

Fullkomin sólarvörn fyrir andlit með SPF 42! Létt áferð sem hentar fullkomlega undir farða. Urban Environment Oil-Free UV Protector frá Shiseido er einnig olíulaus svo hún hentar þeim sem eru með sólarexem.

After Sun Gel Ultra Soothing Clarins

Við eigum flestöll til að gleyma að hugsa um húðina á okkur eftir sólbað en það skiptir gríðarlega miklu máli að bera á hana krem eins og Clarins After Sun Gel Ultra Soothing. Ekki bara kælir kremið og róar húðina, heldur endist „tanið“ töluvert lengur þegar húðin er vel nærð.

Gentle Care Roll On Deodorant Clarins

Svitalyktareyði má ekki vanta í hita og sól. Gentle Care Roll-On Deodorant  er tilvalinn með þér til sólarlanda, hann kemur í veg fyrir lykt en heldur handakrikunum líka þurrum allan daginn.

Energizing Emulsion Clarins

Hver þekkir það ekki að vera dauðþreytt og bólgin í fótunum eftir langan dag í fallegri borg? Energizing Emulsion frá Clarins bjargar þreyttum fótum! Létt og kælandi krem sem dregur úr bólgum, róar og gefur orku eftir langan dag. Ekki bara hentugt í sumarfríið eða í flugið  heldur allan ársins hring! Það má líka nota það yfir þunnar sokkabuxur.

Hollister Festival Vibes

Sumar, sól og tónlist! Það passar svo sannarlega saman. Hollister kynnir nýjan ilm í ár sem er ferskur, léttur en óendanlega skemmtilegur. Bæði til fyrir hann og fyrir hana og má alls ekki vanta í sumar.

Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden

Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden er  geysivinsælt um heim allan enda létt og fjölhæft krem sem að veitir raka og verndar húðina öllum stundum. Kremið getur þú notað í raun á hvað sem er, sár sem er að gróa, á varir, allt andlitið, þurrkubletti eða á naglaböndin. Það græðir, nærir og gefur frábæran ljóma. Þar sem við erum nú í sandulum eða á tásunum allt sumarið, þá mælum við með að bera vel á fætur og tær fyrir svefn til að koma í veg fyrir þurrar, ljótar tær.

Eight Hour Cream Nourishing Lip Balm Broad Spectrum Sunscreen SPF 20 frá Elizabeth Arden

Eight Hour Cream Nourishing Lip Balm er æðislegur varasalvi en líka með góða sólarvörn. Varasalvinn verndar varirnar svo að þú getir verið úti í sól og í vatni allan daginn án þess að brenna á vörunum. Þú getur notað hann einn og sér eða yfir varalitinn þinn.

Terracotta Sun Protect frá Guerlain

Terracotta Sun Protect frá Guerlain er æðisleg sólarvörn fyrir allan líkamann sem fæst með SPF 15 eða 30. Sun Protect verndar húðina frá skaðlegum sólargeislum en líka frá mengun umhverfisins. Það er einnig „Tan Booster Complex“ í kreminu sem flýtir fyrir að þú fáir fallegan lit og hjálpar brúnkunni að endast betur. 

Terracotta Reve d‘Ete frá Guerlain

Létt rakagel sem gefur húðinni fallegan „sun kissed“ lit. Terracotta Reve d‘Ete  máttu nota yfir allt andlitið undir farða, í staðinn fyrir farða eða á kinnar yfir farða sem fljótandi sólarpúður.

My Favorite Mascara Gosh

Tilvalið nafn fyrir maskara þar sem hann er algjörlega „My Favorite Mascara“. Maskari sem smitast ekki, klessist ekki og er vatnsheldur upp að 38°. Æðislegur á sumrin þar sem sumir maskarar eiga til að byrja að leka í hita og sól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál