Farðinn frá Chanel sem þú munt elska

Les Beiges-farðinn frá Chanel gerir mikið gagn.
Les Beiges-farðinn frá Chanel gerir mikið gagn.
Farðinn Les Beiges frá Chanel er framúrskarandi fyrir þær sem …
Farðinn Les Beiges frá Chanel er framúrskarandi fyrir þær sem vilja náttúrulegt útlit.


Ef þú vilt hafa húðina náttúrulega en þó með þekjandi áferð þá er nýi farðinn frá Chanel, Les Beiges Embellisseur Belle Mine Hydrant, ákaflega góður. Svo góður að ég sá mig knúna til að skrifa um hann! 

Sú sem hér skrifar á erfitt með að finna farða sem gerir gagn. Ég vil alls ekki hafa farðann of mattan og heldur ekki of glansandi. Og hann má alls ekki festast í svitaholum þannig að konan verði eins og doppóttur keppur í framan. 

Í hinum fullkomna heimi væru kjöraðstæður þannig að konan gæti farið út úr húsi án farða en það er því miður ekki þannig. Farði þarf að jafna húðlitinn, hylja baugana og draga úr lífsreynslunni að einhverju leyti. Flestar þráum við að líta örlítið skár út og þá er gott að eiga Les Beiges frá Chanel í töskunni sinni.

Evy er mjög góð sólarvörn fyrir andlitið.
Evy er mjög góð sólarvörn fyrir andlitið.

Ég vil farða sem ég get sett á mig á morgnana og endist út daginn. Ég nenni nefnilega ekki að setja „aftur upp andlitið“ á miðjum degi. Ég vil líka farða sem fer auðveldlega af andlitinu og ég get þvegið af í sturtunni í Álftaneslauginni. 

Ég hef notað fyrrnefndan farða í allt sumar, bæði í rigningunni á Íslandi og í sólinni í Evrópu. Það sem er gott við þennan farða er að hann er með SPF 30 og veitir því fína vörn. Hann er þó ekki nægur einn og sér í mjög mikilli sól og þá notaði ég Evy sólarvörn yfir farðann og kom það ekki að sök. 

En hvers vegna þarftu að verja húðina fyrir sólinni? Jú, vegna þess að sólin ber ábyrgð á 90% af ótímabærri öldrun húðarinnar (það hefur reyndar ekki verið vandamál hérlendis í sumar). Evy-vörnin er með 90% UVA vörn í öllum spf styrkleikum e'a frá spf10 til spf50. Ef sólin tekur upp á því að kyssa á okkur húðina í ágúst þá er gott að vera við öllu búin/n. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál