Vertu eins og Laura Palmer í vetur

Studiolína H&M, sem kemur út í byrjun september, er innblásin af sjónvarpsþáttunum Twin Peaks. Sjúk næntís-áhrif einkenna línuna, slaufuskyrtur, rykfrakkar, uppábrettar gallabuxur, peysur með hænsnafótamunstri, leðurjakkar með háum kraga, plíseruð pils og viskósdragtir svo eitthvað sé nefnt. Eða svolítið eins og Laura Palmer og vinir hennar klæddust í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks sem umturnuðu heiminum þegar þeir komu út. 

Línan samanstendur af draumkenndum, dömulegum flíkum og stíl sem fenginn er að láni frá klassískri herratísku.

„Í H&M Studio elskum við að blanda saman hinu kvenlæga og karllæga og í ár höfum við bætt við áhrifum frá fjórða áratuginum – við sjáum afar kvenleg form sem er blandað saman við þekkta stíla úr klassískri herratísku sem gefur notandanum færi til að skapa sitt eigið útlit,” segir Pernilla Wohlfahrt, stjórnandi hönnunardeildar hjá H&M.

Línan, sem samanstendur af flíkum, skóm og aukahlutum, verður fáanleg í völdum verslunum, þar á meðal í H&M í Smáralind, 6. september næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál