Það sem franskar konur gera aldrei

Franskar konur eru aldrei þannig að þær líta út fyrir …
Franskar konur eru aldrei þannig að þær líta út fyrir að vera of mikið til hafðar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. 

Þær eru aldrei í brjóstahaldara með púðum

Franskar konur eru aldrei með brjóst úr hlutföllum við það hvernig þær eru vaxnar. Brjóstastækkanir hafa aldrei komist í tísku í Frakklandi og brjóstahaldara með miklum púðum er erfitt að finna í landinu. 

Þær eru aldrei í of háum hælum

Franskar konur eru þekktar fyrir að nota flatbotna skó. Ef þær eru í hælum þá eru hælarnir þannig að gott er að ganga á skónum.

Franskar konur eru aldrei í of háum hælaskóm.
Franskar konur eru aldrei í of háum hælaskóm. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Þær eru aldrei of mikið tilhafðar

Franskar konur eru með vel litað hárið. Þær eru með sérstakan glans á hárinu og hafa það til daglega. Þær leggja mikið upp úr því að hafa þetta „casual look“. Gera aldrei of mikið úr neinu og eru með þennan undirliggjandi klassa sem margar aðrar konur leita eftir. 

Jane Birkin er með þennan undirliggjandi klassa sem erfitt er …
Jane Birkin er með þennan undirliggjandi klassa sem erfitt er að setja fingurinn á hvað er. Það er sambland af allskonar hlutum sem virka. Hún kemst nálægt frönskum konum í stíl. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Þær ganga ekki í ljósum sokkabuxum

Franskar konur ganga í svörtum sokkabuxum eða eru berleggjaðar. Þær leggja mikið upp úr því að vera með fallega brúna húð en eru aldrei eins og þær hafi legið á ströndinni of lengi. „Tenerifebrúnkan“ hefur aldrei náð vinsældum í Frakklandi. Hattar og sólvörn eru þeirra staðalbúnaður.

Franskar konur þykja bera af öðrum konum þegar kemur að …
Franskar konur þykja bera af öðrum konum þegar kemur að tísku. Catherine Deneuve þekkja flestir. Ljómsynd/skjáskot Instagram
mbl.is