Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Bioeffect, og Björn Örvar.
Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Bioeffect, og Björn Örvar.

Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Þessar íslensku húðvörur slógu í gegn þegar þær komu á markað hérlendis 2010.          

„Við hjá ORF líftækni erum afar stolt af því að BIOEFFECT-vörulínan okkar hafi verið valin inn hjá Sephora og þar með fyrstu íslensku vörurnar sem seldar eru hjá keðjunni,“ segir Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs BIOEFFECT. Til að byrja með verður BIOEFFECT til sölu á vefsíðu Sephora og í framhaldinu er stefnt á að bjóða þær í verslunum keðjunnar innan N-Ameríku.

Sephora er sannkallað stórveldi á snyrtivörumarkaði með um 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim, þar af 430 verslanir í Bandaríkjunum, en fyrsta verslunin var stofnuð í Frakklandi árið 1970. Á síðasta ári, meðan margar af helstu keðjum á markaðinum börðust í bökkum, jókst salan hjá Sephora USA um 6% milli ára en velta keðjunnar nam ríflega 4 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári. Í verslununum Sephora má finna flest af stærstu snyrtivörumerkjum heims og auk þess rekur fyrirtækið sínar eigin vörulínur.

BIOEFFECT hóf sókn sína á Bandaríkjamarkað árið 2017 og er nú selt í virtum verslunum á borð við Bergdorf Goodman, Neiman Marcus og Cos Bar. Snemma í sumar hófst svo undirbúningur fyrir sölu vörulínunnar innan Sephora. BIOEFFECT er svokallað „scouted brand“ innan Sephora, en í því felst að verslunarkeðjan sóttist að fyrra bragði eftir því að fá að selja vörurnar.

„Ferlið hefur einkennst af mikilli fagmennsku og ljóst að Sephora styrkir vörumerkið okkar umtalsvert. BIOEFFECT vörurnar eru seldar undir skilgreiningunni „Clean at Sephora“ en Sephora gerir kröfur um að þau vörumerki lúti ströngum skilyrðum um góða framleiðsluhætti, noti aðeins fá og hrein innihaldsefni og sneiði jafnframt hjá innihaldsefnum á borð við paraben, mineral-olíu og fleira. Það var greinilegt að þau hrifust af hreinleikanum, vísindunum á bak við vörurnar, hágæðaframleiðslunni og einstakri virkni EGF-vaxtaþáttanna sem framleiddir eru í byggplöntum.

Samkeppnin er hörð í þessum geira og oft getur reynst erfitt að ná áheyrn nýrra viðskiptavina, en með tilkomu samstarfsins við þennan snyrtivörurisa vonumst við til að vörumerkið okkar njóti enn meiri athygli og það ýti undir frekari sóknarfæri. BIOEFFECT er auðvitað líka landkynning þar sem Ísland spilar mikilvægt hlutverk hjá vörumerkinu, jafnt í vöruþróun, framleiðslu sem og ímynd þess. Við erum auðvitað mjög stolt af því,“ segir Berglind.

BIOEFFECT er vörumerki í eigu ORF líftækni sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í plöntulíftækni. Fyrirtækið sem var stofnað 2001 framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF líftækni hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. ORF líftækni hefur vaxið hratt á undanförnum árum og á þessu ári fór sala fyrirtækisins í fyrsta sinn yfir milljarð króna. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 70 manns.

Húðdroparnir frá BIOEFFECT þykja skila góðum árangri.
Húðdroparnir frá BIOEFFECT þykja skila góðum árangri.
mbl.is

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

06:00 Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í gær Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í gær „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í gær Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í gær „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í gær „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

í gær Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

í fyrradag Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »