Leið eins og hann væri að mála mömmu sína

Ísak Freyr Helgason sá um förðunina á Katy Perry.
Ísak Freyr Helgason sá um förðunina á Katy Perry. AFP

Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason farðaði eina frægustu söngkonu heims, Katy Perry, fyrir galakvöld í Monte Carlo á miðvikudaginn. Söngkonan valdi Ísak sérstaklega úr stórum hópi förðunarfræðinga fyrir verkefnið og segir Ísak í samtali við Smartland það hafa verið yndislegt að farða Perry.

Ísak flaug sérstaklega til Mónakó til þess að farða Perry á miðvikudaginn. Hann flaug aftur heim til London seint um kvöldið og vaknaði klukkan hálf sex í morgun til þess að mæta í næsta verkefni.

Ísak segir Katy Perry vera með stærri nöfnum sem hann hefur unnið með en frægðin gerði hann þó ekki stressaðan. Honum leið yndislega á meðan hann var að farða Perry og hún sagði honum sömuleiðis að henni liði ótrúlega vel. Ísak vonast því til þess að framhald verði á samstarfi þeirra Perry.

„Hún er yndislegasta manneskja sem ég hef málað á ævi minni, mér leið eins og ég væri að mála mömmu mína. Hún kraup svo ég myndi ekki meiða mig í bakinu. Hún spurði hvort ég væri svangur, hvort ég vildi drekka. Við vorum að tala um ótrúlega djúpa hluti og ég gleymdi að hún væri hún. Mér leið eins og ég væri hjá sálfræðingi,“ segir Ísak um vinnuna.

 „Ég gerði bara það sem hún vildi og gerði það bara ógeðslega vel,“ segir Ísak þegar hann er spurður nánar út í förðunina. Hann segir að Perry sé búin að láta mála sig það oft að hún viti nákvæmlega hvað hún vilji. Meðal þess sem hún bað um var að draga augun út í staðinn fyrri að gera augun hringlaga auk þess sem hún bað Ísak um að þrýsta farðanum inn í húðina í stað þess að bera hann á.

Katy Perry.
Katy Perry. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál