Þekkti ekki andlitið um morguninn

Face-ID hefur valdið óþægindum hjá mörgum notendum.
Face-ID hefur valdið óþægindum hjá mörgum notendum.

Sífellt algengara er að tæki sem hafa búnaðinn Face ID þekki ekki notendur eða geti ekki greint andlit þeirra. Það gerir það að verkum að tækin aflæsast ekki, en klipping, förðun og rakstur hefur ósjaldan ráðið úrslitum um hvort tækið aflæsist eða ekki.

Þegar nýja tölvan hennar Karenar Cummings, af gerðinni Microsoft Surface, tók mynd af henni fyrir andlitsskynjarann í tölvunni, sem kallast Microsoft Hello, var ljósa hárið á henni krullað og augun ýkt, með maskara og grænum „eyeliner“. Fréttavefurinn The Wall Street Journal greinir frá

Morguninn eftir ætlaði Karen að fara í tölvuna með hárið úfið, ómáluð og með gleraugu. Við það vildi tölvan ekki aflæsast, því hún gat ekki borið kennsl á hana.

„Tölvan sagði: Guð minn góður stelpa. Þú verður að fara að laga þig til, þú lítur ekki vel út,“ rifjar hin 72 ára gamla Karen upp. „Þegar ég vakna á morgnana veit ég að ég lít ekki vel út, en mig langar ekki að tölvan sé að vekja athygli á því.“

Fjölmörg stýrikerfi eru búin andlitsauðkenningu en Microsoft og Apple eru meðal þeirra tæknirisa sem nota tæknina. Með tilkomu búnaðarins lítur út fyrir að tölvur séu nú dómbærar á útlit notenda. Þegar andlitið passar ekki við upprunalegu myndina getur fólk eflaust velt því fyrir sér hvort það sé upp á sitt besta, hvort það sé of farðað eða hvort það sé líkt sjálfu sér yfirhöfuð.

Notendur hafa greint frá því að tækin þeirra aflæsist ekki nema þeir séu eins farðaðir og þegar þeir settu tækið upp. Aðrir kvarta yfir því að tækið geti ekki auðkennt þá á morgnana þegar þeir kíkja á símann og eru kannski enn liggjandi uppi í rúmi. Þá hafa menn sem hafa rakað skeggið burt, sagt að símarnir þeirra skyndilega skynji þá sem einhvern ókunnugan.

Rakaði skeggið og síminn gleymdi honum

„Það er stór ákvörðun að raka skeggið. Þú ert tilfinningalega náinn því, og það næsta sem gerist er að síminn þinn þekkir þig ekki,“ segir Mason Estep, 25 ára frumkvöðull en iPhone-sími hans aflæstist ekki þegar hann leit á hann eftir að hann rakaði sig. „Þetta var algjör tilvistarkreppa.“

Mason var svo breyttur eftir að hafa rakað skeggið að …
Mason var svo breyttur eftir að hafa rakað skeggið að síminn hans vildi ekki þekkja hann. Mynd/Mason Estep
Mynd/Mason Estep

Engroff fékk einnig að gjalda fyrir að hafa breytt til og farið í klippingu síðasta sumar og hlaut mikið lof fyrir. Þá kom það fyrir að síminn hann aflæstist ekki í þrjá daga, þar sem Face ID-búnaðurinn þekkti hann ekki. „Kannski var klippingin ekkert flott eftir allt saman.“

Elly Coon, skáld frá Tampa, byrjaði að endurskoða hve mikið hún farðaði sig eftir að Microsoft Surface-tölvan hennar þekkti hana ekki án maskara, eyeliner og varalits. „Ég farða mig alveg mikið en ég myndi ekki segja að það væri öfgakennt. Alla vega hélt ég það.“

Yfir 20 nýjar símategundir út um allan heim eru búnar andlitsskynjara en flestir símarnir voru kynntir á síðasta ári. Eftir að Apple kynnti Face-ID til leiks á síðasta ári í iPhone X gaf Apple út tvo nýja síma með búnaðinum, iPhone Xs og iPhone Xs Max.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál