Létt förðun með haustlitunum

Natalie Kristín Hamzehopour förðunarmeistari kennir okkur réttu trixin þegar kemur að haustförðun. 

„Förðun byrjar alltaf á húðumhirðu. Elísabet er með frekar olíukennda húð og er hrifin af mattri húðáferð svo að ég valdi að nota Waso Quick Matte Moisturizer frá Shiseido sem gefur húðinni raka en á sama tíma jafnar hann olíuframleiðslu húðarinnar.

Waso Quick Matte Moisturizer frá Shiseido.
Waso Quick Matte Moisturizer frá Shiseido.

Til að bæta endingu förðunarinnar notuðum við Beauty Flash Balm frá Clarins sem „primer“ en það dregur í sig umframolíu yfir daginn,“ segir Natalie.

Skin Illusion farðinn frá Clarins.
Skin Illusion farðinn frá Clarins.

Elísabet er með létta umferð af Skin Illusion farðanum frá Clarins sem er mjög náttúrulegur og með fallegri satínáferð.

„Ég notaði svo örlítið af Le correcteur de chanel undir augun og í kringum nef. Mikilvægt er að nota hyljarann ekki í of ljósum lit heldur frekar í lit sem er meira að segja örlítið dekkri en farðinn til að hann nái að fela bláma undir augunum nógu vel.“

Les 4 Ombres 304 Mystere et intesite pallettan frá Chanel.
Les 4 Ombres 304 Mystere et intesite pallettan frá Chanel.

Lykillinn að fallegri augnförðun er góður grunnur. „Eye Stay Primer frá Guerlain hjálpar augnskugganum að endast betur og blandast auðveldlegar.

Elísabet er með augnskugga úr Les 4 Ombres 304 Mystere et intesite pallettunni frá Chanel. Fyrsti liturinn sem ég notaði er ferskjulitur og hann er borinn á allt augnlokið með stórum mjúkum bursta.

Svo bætti ég örlitlu af rauðbleika litnum undir augað og í glóbuslínu til að ramma inn augun og kláraði með því að pressa GOSH effect powder 002 í innri krókinn til að birta upp augnsvæðið og stækka augun.

Waterproof Gel Eyeliner frá Clarins virðist vera flókinn í notkun en hann er einn besti, auðveldasti og flottasti eyeliner sem ég hef notað. Það fylgir lítill bursti með honum og ég notaði breiðari hliðina á honum til að teikna línu meðfram augnhárunum og snéri honum síðan á hlið til að nota mjórri hliðina til að lengja eyelinerinn aðeins út fyrir augað til að búa til spíss.

Supra Volume maskarinn frá Clarins.
Supra Volume maskarinn frá Clarins.

Við kláruðum augnförðunina með Supra Volume Maskaranum frá Clarins sem gefur ekki bara góða fyllingu og lengd í augnhárin heldur örvar hann vöxt augnháranna.

Þar sem Elísabet vill halda húðinni mattri notuðum við Meteorites púðrið frá Guerlain til að taka allan glans án þess að húðin missi ljómann.

Mér finnst sólarpúður alltaf skipta gríðarlega miklu máli. Ég ramma inn allt andlitið með Terracotta Light í litnum 03 frá Guerlain.“

Meteorites púðrið frá Guerlain.
Meteorites púðrið frá Guerlain.

Chanel Rouge Coco Lip Blush í litnum 416 varð fyrir valinu, sem kinnalitur en hann má nota bæði á varir og kinnar. „Hann er djúpur bleikur sem hentar fullkomlega á haustin en mér þykir alltaf fallegt að nota örlítið litsterkari kinnaliti á haustin.

Til að fá svona náttúrulega fallegar, djúsí varir rammaði ég inn varirnar með Antique Rose varablýantinum frá Gosh sem er bleikbrúnn á litin en notaði síðan Instant Light Natural Lip Prefector í litnum 05 frá Clarins yfir en hann er bleikur og gefur mikinn glans og raka,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál