Ferðast alltaf með kjól af ömmu

Áshildur Bragadóttir.
Áshildur Bragadóttir.

Áshildur Bragadóttir, fjármálastjóri Sahara, tekur síðkjól af ömmu sinni oftast með sér í ferðalög. Kjóllinn er hennar uppáhaldsflík. 

Hér er Áshildur í kjól af ömmu sinni.
Hér er Áshildur í kjól af ömmu sinni.

Uppáhaldsflíkin mín er síðkjóll sem föðuramma mín átti og er frá áttunda áratugnum. Amma fylgdist alltaf vel með tískunni og ég hef erft þónokkuð af síðkjólum frá henni ásamt forláta pels sem ég held líka mikið upp á. Þessi síðkjóll fer með mér í flestallar ferðir sem ég fer til útlanda því einhverra hluta vegna finnst mér sjaldan tækifæri til að klæðast honum hérna heima. En svona dags daglega þá eru gallabuxur í algjöru uppáhaldi og við þær er ég yfirleitt í topp eða peysu, blaserjakka eða leðurjakka og hælum.“

Hvað dreymir þig um að eignast fyrir veturinn?

„Ég elska fallega skó og langar í flott stígvél fyrir veturinn. Svo er falleg þykk vetrarkápa í kamelbrúnum lit líka á óskalistanum, til dæmis frá Max Mara eða Massimo Dutti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál