Felur ekki skallann eins og Rooney og Beckham

Hár Harry verður bara þynnra og þynnra þótt það sé …
Hár Harry verður bara þynnra og þynnra þótt það sé enn þykkt á hliðunum. AFP

Harry Bretaprins er að missa hárið jafnhratt og bróðir hans Vilhjálmur. Sérfræðingur Daily Mail heldur því fram að Harry verði orðinn sköllóttur fyrir fimmtugt ef hann heldur áfram að missa hárið á sama hraða og síðastliðið ár. 

Segir hann Harry ekki hafa gert neitt í því að fela hármissinn en það sé merki um að hann sé hamingjusamur. Á þessu stigi segir hann auðvelt að fela hármissinn með aðferðum sem þykkja hárið eins og knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney hefur gert eða lita hárið á sér dekkra eins og David Beckham gerði á dögunum. 

Wayne Rooney er þekktur fyrir að láta eiga við hár …
Wayne Rooney er þekktur fyrir að láta eiga við hár sitt. AFP

Sérfræðingurinn bendir þó á að myndarlegt skegg rauðhærða prinsins sé vísbending að hann sé að reyna að draga athyglina frá þunnu hárinu. Segir hann það algenga aðferð meðal manna sem eru að missa hárið. 

Hár Harry er farið að þynnast.
Hár Harry er farið að þynnast. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál