Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

Grái kjóllinn verður líklega fyrir valinu á aðfangadag en Jóna ...
Grái kjóllinn verður líklega fyrir valinu á aðfangadag en Jóna Kristín saumaði hann sjálf í Hússtjórnarskólanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóna Kristín Birgisdóttir er 26 ára gömul flugfreyja hjá WOW air með flottan og klassískan fatasmekk. Jóna Kristín segir gott að minna sig á að fólk verði ekkert hamingjusamara, fínna eða flottara þótt það eigi allt það nýjasta, dýrasta og flottasta. Þó að það líti þannig út á samfélagsmiðlum. „Maður er alltaf flottastur ef maður er þakklátur fyrir það sem maður hefur og hugsar vel um sig og sitt,“ segir Jóna Kristín. 

Hvernig er fatastíllinn þinn?

„Hann er einfaldur, kvenlegur og afslappaður. Ég klæðist mest jarðlitum og þá helst svörtum og hermannagrænum. Ég blanda yfirleitt tveimur, jafnvel þremur litum saman,“ segir Jóna Kristín.  

Hvaða flík er í uppáhaldi?

„Þessa dagana eru það BLISS-buxurnar frá Nike. Þær voru óhreinar um daginn og það lá við að ég hafi beðið eftir þeim fyrir framan þvottavélina. Á veturna klæði ég mig yfirleitt í meiri kósíföt en á öðrum árstíðum. Þessar buxur eru þannig að það er auðveldlega hægt að klæða þær upp og vera smá fínn þótt maður sé í raun í kósígallanum.“

BLISS-buxurnar frá Nike eru í uppáhaldi.
BLISS-buxurnar frá Nike eru í uppáhaldi. Eggert Jóhannesson

Hvaða aukahlutir eru í uppáhaldi?

„Fléttuhringur frá Orri Finn design, sem kærasti minn gaf mér. Hringurinn er bæði lítill og nettur svo ég finn ekkert fyrir honum og tek hann þar af leiðandi aldrei af.“

Uppáhaldsverslunin? 

„Ég versla litið heima en þá helst í Hverslun, en maður fer sjaldnast tómhentur þaðan út. Erlendis er COS í uppáhaldi hjá mér.“  

Jóna Kristín er komin í jólagírinn.
Jóna Kristín er komin í jólagírinn. Eggert Jóhannesson

Bestu kaup sem þú hefur gert?

„Eflaust er það leðurjakki sem ég keypti í Galleri 17 fyrir einhverjum árum. Hann hef ég notað endalaust og mun halda því áfram næstu árin. Það að kaupa eitthvað tímalaust og eigulegt sem er mikið notagildi í eru alltaf góð kaup.“ 

En verstu?

„Allar þær flíkur sem hafa hangið í fataskápnum mínum mánuðum saman án þess að hafa verið snertar, jafnvel enn með verðmiðanum á. Undanfarin ár hef ég reynt að bæta mig í þeim málum. Frekar vil ég eiga fáar vandaðar flíkur en að eiga fullan skáp af fötum sem ég nota lítið sem ekkert.“

Jóna Kristín segist frekar kjósa ullarkápu og hanska og trefil ...
Jóna Kristín segist frekar kjósa ullarkápu og hanska og trefil í stað úlpu. Hér er hún í ullarkápu frá COS. Eggert Jóhannesson

Hvað er ómissandi að eiga þegar veturinn skellur á?

„Hlý föt. Maður er aldrei smart ef maður er illa klæddur í kuldanum. Ullarkápa finnst mér nauðsynleg ásamt góðum hönskum. Mér líður betur í góðri ullarkápu með trefil og hanska frekar en í dúnúlpu.“

Grái ullarkjóllinn er sérstaklega hátíðlegur.
Grái ullarkjóllinn er sérstaklega hátíðlegur. Eggert Jóhannesson

Ertu búin að ákveða í hverju þú ætlar að vera í á jólunum?

„Guð nei, ég er lítið að stressa mig á því. Á aðfangadag verð ég mögulega í gráum ullarkjól sem ég saumaði í Hússtjórnarskólanum. Ég hef tvisvar áður verið í honum á aðfangadag en það er eitthvað svo hátíðlegt við hann.“

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Jónu Kristínar á Instagram. 

View this post on Instagram

Jæja! Mynd með bauninni ✔️ #timer

A post shared by Jóna Kristín (@jonakristinb) on Oct 22, 2018 at 2:10pm PDTmbl.is

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

Í gær, 16:00 Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

Í gær, 13:20 Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

Í gær, 10:00 Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

Í gær, 06:02 Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

í fyrradag Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

í fyrradag Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

í fyrradag Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

í fyrradag Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »

Hvers vegna þurfum við vítamín?

13.1. „Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum.“ Meira »

Jakob og Birna Rún skemmtu sér

13.1. Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir létu sig ekki vanta þegar sýningin Líffærin var opnuð í Ásmundarsal.   Meira »

Svona ætti ekki að innrétta í febrúar

13.1. Burt með stráin og nýja lampann með beru ljósaperunni. Sérfræðingar eru víst komnir með nóg af gylltum nýtískuhnífapörum.   Meira »

Svona hættir Robbie Williams að reykja

13.1. Robbie Williams segir ekki auðvelt að hætta að reykja en hann er byrjaður að líta til þess að róa hugann í nikótínfráhvörfunum. Meira »

Einfaldar leiðir í átt að meiri sjálfsást

12.1. Greinin fjallar um 45 lítil atriði sem hægt er að setja inn í lífið til að upplifa meiri vellíðan. Þetta eru atriði sem hafa áhrif á huga, líkama og sál. Meira »

Með veski eða gæludýr?

12.1. Lady Gaga mætti með stórundarlegan aukahlut á rauða dregilinn í vikunni. Fólk virðist ekki vera visst um hvaða hlutverki aukahluturinn átti að þjóna. Meira »