Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

Grái kjóllinn verður líklega fyrir valinu á aðfangadag en Jóna …
Grái kjóllinn verður líklega fyrir valinu á aðfangadag en Jóna Kristín saumaði hann sjálf í Hússtjórnarskólanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóna Kristín Birgisdóttir er 26 ára gömul flugfreyja hjá WOW air með flottan og klassískan fatasmekk. Jóna Kristín segir gott að minna sig á að fólk verði ekkert hamingjusamara, fínna eða flottara þótt það eigi allt það nýjasta, dýrasta og flottasta. Þó að það líti þannig út á samfélagsmiðlum. „Maður er alltaf flottastur ef maður er þakklátur fyrir það sem maður hefur og hugsar vel um sig og sitt,“ segir Jóna Kristín. 

Hvernig er fatastíllinn þinn?

„Hann er einfaldur, kvenlegur og afslappaður. Ég klæðist mest jarðlitum og þá helst svörtum og hermannagrænum. Ég blanda yfirleitt tveimur, jafnvel þremur litum saman,“ segir Jóna Kristín.  

Hvaða flík er í uppáhaldi?

„Þessa dagana eru það BLISS-buxurnar frá Nike. Þær voru óhreinar um daginn og það lá við að ég hafi beðið eftir þeim fyrir framan þvottavélina. Á veturna klæði ég mig yfirleitt í meiri kósíföt en á öðrum árstíðum. Þessar buxur eru þannig að það er auðveldlega hægt að klæða þær upp og vera smá fínn þótt maður sé í raun í kósígallanum.“

BLISS-buxurnar frá Nike eru í uppáhaldi.
BLISS-buxurnar frá Nike eru í uppáhaldi. Eggert Jóhannesson

Hvaða aukahlutir eru í uppáhaldi?

„Fléttuhringur frá Orri Finn design, sem kærasti minn gaf mér. Hringurinn er bæði lítill og nettur svo ég finn ekkert fyrir honum og tek hann þar af leiðandi aldrei af.“

Uppáhaldsverslunin? 

„Ég versla litið heima en þá helst í Hverslun, en maður fer sjaldnast tómhentur þaðan út. Erlendis er COS í uppáhaldi hjá mér.“  

Jóna Kristín er komin í jólagírinn.
Jóna Kristín er komin í jólagírinn. Eggert Jóhannesson

Bestu kaup sem þú hefur gert?

„Eflaust er það leðurjakki sem ég keypti í Galleri 17 fyrir einhverjum árum. Hann hef ég notað endalaust og mun halda því áfram næstu árin. Það að kaupa eitthvað tímalaust og eigulegt sem er mikið notagildi í eru alltaf góð kaup.“ 

En verstu?

„Allar þær flíkur sem hafa hangið í fataskápnum mínum mánuðum saman án þess að hafa verið snertar, jafnvel enn með verðmiðanum á. Undanfarin ár hef ég reynt að bæta mig í þeim málum. Frekar vil ég eiga fáar vandaðar flíkur en að eiga fullan skáp af fötum sem ég nota lítið sem ekkert.“

Jóna Kristín segist frekar kjósa ullarkápu og hanska og trefil …
Jóna Kristín segist frekar kjósa ullarkápu og hanska og trefil í stað úlpu. Hér er hún í ullarkápu frá COS. Eggert Jóhannesson

Hvað er ómissandi að eiga þegar veturinn skellur á?

„Hlý föt. Maður er aldrei smart ef maður er illa klæddur í kuldanum. Ullarkápa finnst mér nauðsynleg ásamt góðum hönskum. Mér líður betur í góðri ullarkápu með trefil og hanska frekar en í dúnúlpu.“

Grái ullarkjóllinn er sérstaklega hátíðlegur.
Grái ullarkjóllinn er sérstaklega hátíðlegur. Eggert Jóhannesson

Ertu búin að ákveða í hverju þú ætlar að vera í á jólunum?

„Guð nei, ég er lítið að stressa mig á því. Á aðfangadag verð ég mögulega í gráum ullarkjól sem ég saumaði í Hússtjórnarskólanum. Ég hef tvisvar áður verið í honum á aðfangadag en það er eitthvað svo hátíðlegt við hann.“

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Jónu Kristínar á Instagram. 

View this post on Instagram

Jæja! Mynd með bauninni ✔️ #timer

A post shared by Jóna Kristín (@jonakristinb) on Oct 22, 2018 at 2:10pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál