Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

Grái kjóllinn verður líklega fyrir valinu á aðfangadag en Jóna ...
Grái kjóllinn verður líklega fyrir valinu á aðfangadag en Jóna Kristín saumaði hann sjálf í Hússtjórnarskólanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóna Kristín Birgisdóttir er 26 ára gömul flugfreyja hjá WOW air með flottan og klassískan fatasmekk. Jóna Kristín segir gott að minna sig á að fólk verði ekkert hamingjusamara, fínna eða flottara þótt það eigi allt það nýjasta, dýrasta og flottasta. Þó að það líti þannig út á samfélagsmiðlum. „Maður er alltaf flottastur ef maður er þakklátur fyrir það sem maður hefur og hugsar vel um sig og sitt,“ segir Jóna Kristín. 

Hvernig er fatastíllinn þinn?

„Hann er einfaldur, kvenlegur og afslappaður. Ég klæðist mest jarðlitum og þá helst svörtum og hermannagrænum. Ég blanda yfirleitt tveimur, jafnvel þremur litum saman,“ segir Jóna Kristín.  

Hvaða flík er í uppáhaldi?

„Þessa dagana eru það BLISS-buxurnar frá Nike. Þær voru óhreinar um daginn og það lá við að ég hafi beðið eftir þeim fyrir framan þvottavélina. Á veturna klæði ég mig yfirleitt í meiri kósíföt en á öðrum árstíðum. Þessar buxur eru þannig að það er auðveldlega hægt að klæða þær upp og vera smá fínn þótt maður sé í raun í kósígallanum.“

BLISS-buxurnar frá Nike eru í uppáhaldi.
BLISS-buxurnar frá Nike eru í uppáhaldi. Eggert Jóhannesson

Hvaða aukahlutir eru í uppáhaldi?

„Fléttuhringur frá Orri Finn design, sem kærasti minn gaf mér. Hringurinn er bæði lítill og nettur svo ég finn ekkert fyrir honum og tek hann þar af leiðandi aldrei af.“

Uppáhaldsverslunin? 

„Ég versla litið heima en þá helst í Hverslun, en maður fer sjaldnast tómhentur þaðan út. Erlendis er COS í uppáhaldi hjá mér.“  

Jóna Kristín er komin í jólagírinn.
Jóna Kristín er komin í jólagírinn. Eggert Jóhannesson

Bestu kaup sem þú hefur gert?

„Eflaust er það leðurjakki sem ég keypti í Galleri 17 fyrir einhverjum árum. Hann hef ég notað endalaust og mun halda því áfram næstu árin. Það að kaupa eitthvað tímalaust og eigulegt sem er mikið notagildi í eru alltaf góð kaup.“ 

En verstu?

„Allar þær flíkur sem hafa hangið í fataskápnum mínum mánuðum saman án þess að hafa verið snertar, jafnvel enn með verðmiðanum á. Undanfarin ár hef ég reynt að bæta mig í þeim málum. Frekar vil ég eiga fáar vandaðar flíkur en að eiga fullan skáp af fötum sem ég nota lítið sem ekkert.“

Jóna Kristín segist frekar kjósa ullarkápu og hanska og trefil ...
Jóna Kristín segist frekar kjósa ullarkápu og hanska og trefil í stað úlpu. Hér er hún í ullarkápu frá COS. Eggert Jóhannesson

Hvað er ómissandi að eiga þegar veturinn skellur á?

„Hlý föt. Maður er aldrei smart ef maður er illa klæddur í kuldanum. Ullarkápa finnst mér nauðsynleg ásamt góðum hönskum. Mér líður betur í góðri ullarkápu með trefil og hanska frekar en í dúnúlpu.“

Grái ullarkjóllinn er sérstaklega hátíðlegur.
Grái ullarkjóllinn er sérstaklega hátíðlegur. Eggert Jóhannesson

Ertu búin að ákveða í hverju þú ætlar að vera í á jólunum?

„Guð nei, ég er lítið að stressa mig á því. Á aðfangadag verð ég mögulega í gráum ullarkjól sem ég saumaði í Hússtjórnarskólanum. Ég hef tvisvar áður verið í honum á aðfangadag en það er eitthvað svo hátíðlegt við hann.“

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Jónu Kristínar á Instagram. 

View this post on Instagram

Jæja! Mynd með bauninni ✔️ #timer

A post shared by Jóna Kristín (@jonakristinb) on Oct 22, 2018 at 2:10pm PDTmbl.is

„Þarf ég að eignast mann og börn?“

05:00 „Ég fór á reunion nýlega og flest bekkjarsystkini mín töluðu um börnin sín og barnauppeldið og ég skammaðist mín næstum fyrir að eiga ekki börn. Hvernig sný ég þessari hugsun við hjá sjálfri mér? Eða þarf ég bara að eignast börn og mann til að samfélagið samþykki mig?“ Meira »

Rihanna í leðri frá toppi til táar

Í gær, 23:07 Tónlistarkonan var í leðri frá toppi til táar á BET-verðlaunahátíðinni um helgina.  Meira »

Kim hannar fullkominn aðhaldsfatnað

Í gær, 19:00 Kim Kardashian hefur hannað aðhaldsfatnað í hinum ýmsu sniðum, litum og stærðum til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir kvenna. Meira »

Katrín sumarleg á ljósmyndanámskeiði

Í gær, 15:22 Katrín hertogaynja mætti í sumarlegum sægrænum kjól með vínrauðu mynstri á ljósmyndanámskeið fyrir börn.  Meira »

Eva Dögg og Stefán Darri nýtt par

Í gær, 10:52 Vegan mamman og Brauð & Co snillingurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og handboltakappinn Stefán Darri Þórsson eru nýtt par ef marka má samfélagsmiðla. Meira »

„Get ekki hætt að miða mig við aðra!“

í gær Málið er hins vegar sú hugsun sem er föst innra með mér sem snýst um að aðrir hafi það betra en ég. Eftir að samfélagsmiðlar urðu hluti af lífinu (jamm er 45 ára) þá er ég föst í að miða mig við fólk á mínum aldri, fólk sem er aðeins yngra, fólk sem á betri bíla, skemmtilegri maka, fer í fleiri ferðir og upplifir meiri sigra. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

í fyrradag Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

í fyrradag Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

í fyrradag Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

í fyrradag Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

25.6. Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

24.6. Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

24.6. Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

24.6. Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

24.6. „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »