Svartar augabrúnir mesta tískuslysið

Gréta Boða elskar bleikan kinnalit.
Gréta Boða elskar bleikan kinnalit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gréta Boða er drottningin af Chanel og veit hvernig best er að nota snyrtivörur til þess að þær geri sem mest fyrir fólk. Hún er hárkollu- og förðunarmeistari og hefur unnið við fagið síðan 1971. 

Hvert er bjútítrix allra tíma?

„Allra besta trixið hefur að mínu mati alltaf verið að velja rétta farðann. Að farðinn sé í réttum lit og henti þinni húðgerð. Um leið og rétti farðinn er kominn þá gefur það tóninn fyrir framhaldið og auðvelt er að byggja á. Góður leiðréttingarlitur er einnig það besta trix sem ég veit um. Ég nota Chanel Le Correcteur í litnum Rose því hann gefur mikinn ljóma og hylur einstaklega vel.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að þrífa húðina vel bæði morgna og kvölds, einnig að nota kornamaskann frá Chanel sem bæði hreinsar yfirborð húðarinnar og gefur einstakan ljóma. Mín kvöldrútína er sú að eftir að ég þríf húðina með Suplimage-hreinsinum frá Chanel nota ég kornamaskann eftir þörfum og sef alltaf með maska. Ég nota þrjá til skiptis; Hydra Beauty, Lift og Sublimage-maskana frá Chanel. Þessi rútína reynist mér vel og að mínu mati verður húðin móttækilegri fyrir kremunum sem ég nota svo á eftir.“

Hvernig farðar þú þig daglega?

„Varan sem mér finnst ómissandi í dag er Chanel Hydra beauty Flash Primer, sem er einstaklega rakagefandi og ýtir undir ljóma húðarinnar. Farðarnir sem ég nota núna dagsdaglega eru nýir og eru úr Chanel Les Beiges-línunni. Annar þeirra heitir Les Beiges Tinted Moisterizer og hinn Les Beiges Touch Foundation. Þeir saman gefa einstaklega þunna og fallega ljómaáferð. Það er mjög breytilegt hvaða augnförðun ég nota og mála ég mig mjög mikið eftir dagsforminu en hef alltaf bláan maskara sem heitir Chanel Le Volume nr. 70, blár maskari gefur augunum meiri birtu. Legg ég mikla áherslu á kinnalit og auðvitað verður hann að vera í bleikum tón vegna þess að bleikt gerir mann unglegan. Síðast en ekki síst þá er það rauður varalitur og ekki má gleyma varalitablýant í réttum tón við. Skil ég rauða varalitinn aldrei eftir heima þó að ég sé stödd upp á fjalli á hestbaki.“

Uppáhaldsfarðinn minn og púður?

„Chanel Sublimage Le Teint er búið að vera lengi í uppáhaldi hjá mér og púðrið sem slær öllum við að mínu mati, Chanel Poudre Universelle Libre.“

Hvaða snyrtivara hefur verið

hvað lengst í uppáhaldi hjá þér?

„Lift-varakremið frá Chanel, það er algjörlega ómissandi fyrir allar konur.“

Hver eru tískuslysin í förðunarbransanum að þínu mati?

„Svartar augabrúnir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál