Svartar augabrúnir mesta tískuslysið

Gréta Boða elskar bleikan kinnalit.
Gréta Boða elskar bleikan kinnalit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gréta Boða er drottningin af Chanel og veit hvernig best er að nota snyrtivörur til þess að þær geri sem mest fyrir fólk. Hún er hárkollu- og förðunarmeistari og hefur unnið við fagið síðan 1971. 

Hvert er bjútítrix allra tíma?

„Allra besta trixið hefur að mínu mati alltaf verið að velja rétta farðann. Að farðinn sé í réttum lit og henti þinni húðgerð. Um leið og rétti farðinn er kominn þá gefur það tóninn fyrir framhaldið og auðvelt er að byggja á. Góður leiðréttingarlitur er einnig það besta trix sem ég veit um. Ég nota Chanel Le Correcteur í litnum Rose því hann gefur mikinn ljóma og hylur einstaklega vel.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að þrífa húðina vel bæði morgna og kvölds, einnig að nota kornamaskann frá Chanel sem bæði hreinsar yfirborð húðarinnar og gefur einstakan ljóma. Mín kvöldrútína er sú að eftir að ég þríf húðina með Suplimage-hreinsinum frá Chanel nota ég kornamaskann eftir þörfum og sef alltaf með maska. Ég nota þrjá til skiptis; Hydra Beauty, Lift og Sublimage-maskana frá Chanel. Þessi rútína reynist mér vel og að mínu mati verður húðin móttækilegri fyrir kremunum sem ég nota svo á eftir.“

Hvernig farðar þú þig daglega?

„Varan sem mér finnst ómissandi í dag er Chanel Hydra beauty Flash Primer, sem er einstaklega rakagefandi og ýtir undir ljóma húðarinnar. Farðarnir sem ég nota núna dagsdaglega eru nýir og eru úr Chanel Les Beiges-línunni. Annar þeirra heitir Les Beiges Tinted Moisterizer og hinn Les Beiges Touch Foundation. Þeir saman gefa einstaklega þunna og fallega ljómaáferð. Það er mjög breytilegt hvaða augnförðun ég nota og mála ég mig mjög mikið eftir dagsforminu en hef alltaf bláan maskara sem heitir Chanel Le Volume nr. 70, blár maskari gefur augunum meiri birtu. Legg ég mikla áherslu á kinnalit og auðvitað verður hann að vera í bleikum tón vegna þess að bleikt gerir mann unglegan. Síðast en ekki síst þá er það rauður varalitur og ekki má gleyma varalitablýant í réttum tón við. Skil ég rauða varalitinn aldrei eftir heima þó að ég sé stödd upp á fjalli á hestbaki.“

Uppáhaldsfarðinn minn og púður?

„Chanel Sublimage Le Teint er búið að vera lengi í uppáhaldi hjá mér og púðrið sem slær öllum við að mínu mati, Chanel Poudre Universelle Libre.“

Hvaða snyrtivara hefur verið

hvað lengst í uppáhaldi hjá þér?

„Lift-varakremið frá Chanel, það er algjörlega ómissandi fyrir allar konur.“

Hver eru tískuslysin í förðunarbransanum að þínu mati?

„Svartar augabrúnir.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

Í gær, 23:00 Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

Í gær, 20:00 „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

Í gær, 17:00 Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

Í gær, 14:00 Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

Í gær, 09:30 Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

Í gær, 05:00 Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

í fyrradag Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »

Flestir fá það í trúboðanum

í fyrradag Stundum er einfaldasta leiðin besta leiðin og það virðist eiga við í svefnherberginu.   Meira »

Framhjáhaldsskandalar tortímdu pörunum

í fyrradag Beyoncé og Jay-Z eru kannski enn saman þrátt fyrir ótrúnað rapparans en það eru ekki öll sambönd í Hollywood sem standast álagið sem fylgir framhjáhaldi. Framhjáhöldin eru fjölmörg en sumir skandalar hafa verið stærri en aðrir. Meira »

Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu

í fyrradag Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal... Meira »

Ljómandi og frískleg húð í sumar

í fyrradag Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, er mjög hrifin af náttúrulegri og frísklegri húð yfir sumartímann. Meira »

Hvers vegna var Díana engin venjuleg prinsessa?

í fyrradag Díana prinsessa braut blað í sögunni þegar hún sagði tryggðarheitin í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins árið 1981.   Meira »

Var 130 kíló: Léttist á því að borða heima

í fyrradag Við útskrift úr háskóla var áhrifavaldurinn Meghan 130 kíló. Hún grenntist meðal annars með því að telja kaloríur en er í dag ekki hrifin af aðferðinni. Meira »

Notalegasta kynlífsstellingin

13.7. Sumar kynlífsstöður taka meira á en aðrar. Þessi stelling er fullkomin þegar þið nennið ekki miklum hamagangi í svefnherberginu. Meira »

„Barnsmóðir mín notar hörð efni“

13.7. „Ég er búinn að tilkynna þetta til barnaverndar í bæjarfélagi okkar en þeir virðast ekki geta gert neitt. Mér finnst eins og mæður fái betra viðmót með svona upplýsingar til féló heldur en feður. Alla vega er eitthvað gert strax í málunum þegar mæður tilkynna svona...“ Meira »

Gerir þú þessi mistök í þínu sambandi?

13.7. Fólk sem hefur verið í sambandi í langan tíma á það oft til að falla í sömu gildrurnar. Sama hversu einstök við teljum okkur vera þá má sjá mynstur hjá fólki í samböndum og iðulega koma upp sömu mistökin sem fólk gerir. Meira »

Hvenær á að æfa til að grennast hraðar?

13.7. Það er ekki óalgegnt að spyrja að þessu þegar markmiðið er að losa sig við nokkur kíló. Vísindafólk hefur rannsakað þetta og er svarið líklega ekki það sem flestir vonast eftir. Meira »

Hönnunarparadís í 104 Reykjavík

13.7. Við Sigluvog 11 stendur glæsilegt Sigvaldahús sem byggt var 1960. Falleg málverk og húsgögn prýða þetta einstaka hús.   Meira »

Eftirsóttustu einhleypu konur Íslands

13.7. Sum­arið er tím­inn til að finna ást­ina og þá er ágætt að vita hverj­ir eru áhuga­verðustu ein­hleypu konur Íslands. Eins og sést á list­an­um eru margir kvenskörungar í lausagangi. Meira »

Gerðist vegan til að minnka verki

12.7. Tónlistarkonan Jessie J ákvað að hætta að borða sykur til að ná stjórn á krónískum verkjum. Síðan ákvað hún að hætta borða kjöt og núna er hún orðin grænkeri. Meira »

Á Harry bara eitt par af skóm?

12.7. Harry Bretaprins virðist alltaf vera í sömu skónum og spyrja aðdáendur hans nú hvort prinsinn eigi ekki fleiri skópör.   Meira »