Klæðir sig alltaf þjóðlega á þorrablótum

Sævar Þór Jónsson lögmaður.
Sævar Þór Jónsson lögmaður. mbl.is/Árni Sæberg

Sævari Þór Jónssyni, lögmanni hjá Lögmönnum Sundagörðum, finnst algerlega ómissandi að fara á þorrablót.

„Mér finnst þetta vera hluti af ákveðinni arfleifð sem mér finnst mikilvægt að halda gangandi,“ segir Sævar Þór spurður hvers vegna hann fari á þorrablót.

Hvað er það við þorrablót sem þér finnst skemmtilegt?

„Þetta er svona íslensk útgáfa af ítölsku borðhaldi; allir safnast saman til dæmis á einu borði sem er hlaðið af þorramat og svo er þetta ekki eins formlegt og til dæmis hefðbundið borðhald, meira sungið, borðað og fólk gefur sér meiri tíma í að njóta borðhaldsins en í venjulegu borðhaldi,“ segir Sævar Þór.

Hvað færðu þér á þorrablóti?

„Ég fæ mér allt og mér þykir allur þorramatur góður hreint út sagt.“

Hverju klæðistu á þorrablótum?

„Ég klæði mig í gallabuxur og skyrtu en passa alltaf að vera í íslenskri peysu eða einhverju sem er þjóðlegt eða tengist forfeðrum mínum. Ég fer til dæmis stundum í tvíhnepptan ullarjakka af afa mínum frá árinu 1940. Þetta er þjóðlegt og hluti af okkar menningu og er séríslenskt, mér þykir það eitthvað sem kitlar,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál