Hvernig á að klæðast skærgrænum?

Kylie Jenner í skærgrænum baðfötum ásamt dóttur sinni og vinkonu.
Kylie Jenner í skærgrænum baðfötum ásamt dóttur sinni og vinkonu. skjáskot/Instagram

Skærgrænn, já skærgrænn, neon-grænn, æpandi grænn, það er liturinn. Kardashian/Jenner-systurnar hafa verið duglegar að klæðast skærgrænum klæðum upp á síðkastið og að sjálfsögðu birta myndir af því.

Kim Kardashian síðasta sumar í grænum sundfötum.
Kim Kardashian síðasta sumar í grænum sundfötum. skjáskot/Instagram
Kendall Jenner tekur sig vel út í skærgrænum bol, með …
Kendall Jenner tekur sig vel út í skærgrænum bol, með eyrnalokka og augnskugga í sama lit. skjáskot/Instagram

Það má því draga þá ályktun að það sé aðalliturinn í ár. Skærgrænn getur hins vegar verið erfiður viðureignar, ef maður vill ekki líta út eins og yfirstrikunarpenni alla vega. Það getur verið upplífgandi á dimmum vetrarmorgni að klæða sig í eitthvað skært og skemmtilegt. Lykilatriðið er að byrja smátt, til dæmis á eyrnalokkum eða sokkum, og færa sig svo smátt og smátt áfram. Buxur með skærgrænni línu á hliðunum eru til dæmis tilvaldar á köldum febrúardegi. Ekki er síðra að nota snyrtivörur líka, eins og grænan augnskugga eða naglalakk þegar maður fer út á lífið.

Skærgrænt veski getur verið algjör negla.
Skærgrænt veski getur verið algjör negla. skjáskot/ASOS
Þessi rúllukragabolur myndi lífga upp daginn.
Þessi rúllukragabolur myndi lífga upp daginn. skjáskot/ASOS
Það er smá „sporty-spice“ vibe frá þessum buxum.
Það er smá „sporty-spice“ vibe frá þessum buxum. skjáskot/ASOS
Flottustu stelpurnar á Tenerife verða í skærgrænum sundfötum.
Flottustu stelpurnar á Tenerife verða í skærgrænum sundfötum. skjáskot/ASOS
Þessir eru tilvaldir til að lífga upp á árshátíðar-dressið.
Þessir eru tilvaldir til að lífga upp á árshátíðar-dressið. skjáskot/ASOS
Það þarf ekki að vera mjög skærgræn flík.
Það þarf ekki að vera mjög skærgræn flík. skjáskot/ASOS
Síðan er hægt að demba sér strax í djúpu laugina …
Síðan er hægt að demba sér strax í djúpu laugina og velja sér kjól fyrir þorrablótið í skærgrænum lit. skjáskot/ASOS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál