66°Norður og Ganni frumsýna nýja línu

Primaloft-kjóll úr nýrri línu 66°Norður og Ganni.
Primaloft-kjóll úr nýrri línu 66°Norður og Ganni. Ljósmynd/Ganni

66°Norður og danska kvenfatamerkið Ganni kynntu framhald á samstarfi fyrirtækjanna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í kvöld, fimmtudag, en fyrirtækin tóku fyrst höndum saman í ágúst í fyrra þegar ný sumarlína, sem kemur í verslanir núna í mars, var kynnt.

Samstarf fyrirtækjanna fyrir veturinn 2019 samanstendur af dúnúlpu, dúnvesti, kjól, trefli og tösku. Hönnunarteymi 66°Norður og Ganni unnu saman að línunni og var innblástur sóttur í vetrarlínu og sjófataarfleifð 66°Norður með skemmtilegum og ferskum blæ frá danska kvenfatamerkinu. Allar vörurnar í samstarfinu eru úr tæknilegum efnum og framleiddar af 66°Norður í takmörkuðu upplagi.

Frá tískusýningu Ganni og 66°Norður í Kaupmannahöfn.
Frá tískusýningu Ganni og 66°Norður í Kaupmannahöfn. ljósmynd/Ganni

 „Til að fylgja á eftir fyrri samstarfslínunni vildum við taka samstarfið áfram upp á næsta stig. Við unnum með snið sem voru til en vildum gefa þeim nýja nálgun. Ég kafaði ofan í gamlar vörulínur og myndasafn frá 66°Norður og við fengum meðal annars innblástur frá gömlum myndum af sjómönnum að störfum sem minnti mig á heimabæ minn Hirtshals og sjómannasamfélagið þar. Svuntan í línunni er í uppáhaldi hjá mér, en hún er byggð á fiskvinnslusvuntu sem 66°Norður framleiðir enn í dag. Hugmyndin með línunni var að sjóða saman borgarlíf og hugarheim Ganni við tæknilegan útivistarfatnað,“ Segir Ditte Reffstrup, listrænn stjórnandi Ganni.

Frá tískusýningu Ganni og 66°Norður í Kaupmannahöfn.
Frá tískusýningu Ganni og 66°Norður í Kaupmannahöfn. ljósmynd/Ganni

Samstarfslína 66°Norður og Ganni fyrir veturinn 2019 er væntanleg í búðir í haust en fyrra samstarfið er væntanlegt núna í vor en verslanir á borð við Selfridges og Goodhood í London, Nordstrom í Bandaríkjunum og vefverslanirnar Net-a-Porter og MyTheresa munu selja línuna svo einhverjar séu nefndar. Línan verður einnig fáanleg í völdum verslunum 66°Norður og Ganni.

Ganni er orðið eitt stærsta sinnar tegundar í Danmörku. Vörur þeirra má finna í yfir 400 verslunum um allan heim og er merkið áberandi á samfélagsmiðlum en þar hefur m.a. Beyonce Knowles sést í kjól frá merkinu.

View this post on Instagram

@beyonce in Wilkie Seersucker Wrap Dress #ganni #gannigirls

A post shared by GANNI (@ganni) on Jul 8, 2018 at 8:14pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál