Louis Vuitton hættir með Jackson-línuna

Louis Vuitton hætta framleiðslu á línu sem er innblásin af …
Louis Vuitton hætta framleiðslu á línu sem er innblásin af arfleið Michael Jackson. AFP

Franska tískuhúsið Louis Vuitton hefur hætt framleiðslu á línu sem innblásin er af arfleið tónlistarmannsins Michael Jackson. Ákveðið var að hætta framleiðslunni í ljósi nýrrar heimildarmyndar, Leaving Neverland um Jackson. 

Línan var hönnuð af Virgil Abloh en hún var sýnd á tískupöllum í janúar, stuttu áður en heimildarmyndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. 

Abloh sagði í viðtali að hann sé miður sín yfir heimildarmyndinni og segir að línan hafi aðeins verið innblásin af opinberu lífi Jackson og tónlist hans. Hann segist vera á móti öllu barnaníði. 

Framkvæmdarstjóri Louis Vuitton hefur einnig sent frá sér tilkynningu um málið. Í henni segir að velferð barna sé mikilvæg Louis Vuitton. 

Virgil Abloh hannaði línuna.
Virgil Abloh hannaði línuna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál