Ætti ég að fara til læknis eða á snyrtistofu?

Hér má sjá mynd af Lex Gillies bjútíbloggara sem er …
Hér má sjá mynd af Lex Gillies bjútíbloggara sem er með rósroða. Ljósmynd/Instagram

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort það sé betra að fara á snytistofu eða til læknis. 

Sæl.

Ég var að lesa grein þína um lasermeðferð við æðaslitum. Er sjálf alltaf á leiðinni að láta laga æðaslit við nefið. Mælir þú með því að maður fari til húðlæknis til að láta gera þetta frekar en að fara á snyrtistofu?

Kær kveðja E

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Sæl E.

Já ég myndi ávallt mæla með því að fara til húðlæknis áður til að láta meta æðaslitið og húðina. Ef æðaslitið er t.d. tilkomið vegna rósroða þá þarf oft að meðhöndla með lyfjum til að húðin sé vel undirbúin undir lasermeðferðina. Æðalaser er svo ávallt betri meðferð en að brenna æðar þar sem það kemur aldrei rof á húðina við lasermeðferðina og þar af leiðandi ekki ör. Stundum þarf að brenna fyrir æðar sem svara ekki lasermeðferðinni en það er í undantekninga tilfellum.

Kær kveðja,

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

 Bjútíbloggarinn Lex Gillies er með rósroða og deilir ýmsum ráðum með fylgjendum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál